Takk fyrir alla hjálpina.
Það er líklega búið að fynna vandann og hann er ekki tómur geimir. Bíllinn reyndar hagaði sér einsog það væri straumleysi því hann vildi ekki starta fyrren einhverjum mínútum eftir að ég hafði tengt hann við annann bíl.
En svo í nótt tók ég annann pólinn af geiminum en samt startaði bíllinn ekki þegar ég var búinn að tengja aftur, þannig að þetta var eitthvað tengt startara en ekki straumleysi.
Ég fann boxið með sem felstum releyum og bankaði duglega í þau, eftir það rauk bíllinn í gang og er bilanagreiningin mín þessvegna á þessa leið:
Releyið fyrir startarann stendur á sér í frostinu og þessvegna startar bíllinn alltaf þegar hann er heitur og stutt er síðan ég drap á honum, Ástæðan fyrir því að hann fór í gang fljótlega eftir að ég hafði tengt annann geimi er líklega því þá kom power til að smella releyinu frá hinum bílnum.
Og þá veit ég líka hvað þarf að gera til að koma honum í gang á köldum morgni, Taka rússann á þetta og berja aðeins á releyin svo þau smelli yfir
