Kristjan wrote:
Hemmi wrote:
Everest á samt ekki breik í eldfjallið Olympus Mons á Mars, 21000m

á myndinni er líka Maxwell Montes á Venusi sem er aðeins hærri en Everest.
Það er líka merkilegt að fjöll geta ekki orðið hærri á jörðinni vegna þess að jarðskorpan þolir það ekki. Því minna sem þyngdaraflið er því hærri geta fjöllin orðið.
Akkúrat, las einhversstaðar að Everest er eins hár og hann getur orðið, semsagt hann myndi bara sökkva niður um það sem hann myndi hækka um. Og þyngdaraflið á Mars er lægra en hér og því bergið þar ekki eins þétt.
Og varðandi Olympus Mons á Mars, þar eru engin flekaskipti og því hefur eldfjallið fengið að vera þarna í friði í milljarða ára og stækkað og stækkað. Hér á jörðini verða til ný og ný eldfjöll og þau gömlu færast hægt frá eldstöðinni og hætta því að gjósa.
Og fyrst að þessi umræða er aðeins komin út fyrir Jörðina þá er ansi merkileg fjöll, ef svo má segja, á tunglinu Iapetus sem er eitt af tunglum Satúrnusar.
Þar er ansi myndarlegur hryggur þvert yfir allt tunglið og er um 13km á hæð.
Það er talið að tunglið hafi sópað til sín einn af hringjum Satúrnusar og byggt upp þennann hrygg.

