c.a. 500 framboð.
Gerir einhver ráð fyrir því að menn lesi kynningarefni fyrir 500 einstaklinga ?
Og svo að fara að kjósa, á maður að muna nöfn á 25 ókunnugum einstaklingum eða verður listi með 500 nöfnum sem maður á að fara í gegnum. Þetta verður fljótlegt...
ég stend við upphafsorðin í þessum þræði.
bæti reyndar þessu við frá púkanum,
http://frisk.blog.is/blog/pukablogg/entry/1107565/Tilgangslaus sýndarmennska
Púkinn hefur lítið álit á væntanlegu stjórnlagaþingi - en enn minna álit á "þjóðfundi" þeim sem verður haldinn áður með þátttöku 1000 handahófsvalinna einstaklinga.
Skoðun Púkans er nefnilega sú að hér sé aðeins um að ræða tilgangslausa sýndarmennsku - eingöngu í þeim tilgangi að láta þjóðina halda að það sé verið að hlusta á hana.
Skoðum aðeins þennan væntanlega þjóðfund...opinber tilgangur hans er að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni.
Hafi Púkinn skilið ferilinn rétt, þá felst þjóðfundurinn í því að fólk situr í umræðuhópum, þar sem á að lýsa eigin skoðunum - enn þess er ekki krafist að fólk undirbúi sig, eða hafi neina sérstaka þekkingu á stjórnarskránni.
(Púkinn hefur reyndar sínar efasemdir um að óundirbúið fólk með enga þekkingu á stjórnarskránni geti lagt mikið gáfulegt til málanna, en hvað um það).
Stóra málið er hins vegar að allar þær skoðanir sem koma fram þurfa að fara í gegnum fjórar "síur".
Sía #1
Við hvert borð er síðan umræðustjóri sem stjórnar umræðunum og "síar" niðurstöðurnar - tekur það sem hann metur sem niðurstöður hópsins og skilar því áfram. Það hafa ekki verið birtar neinar upplýsingar um hvernig sú vinnsla fer fram, þannig að þátttakendur hafa enga tryggingu fyrir því að nokkuð af skoðunum þeirra skili sér áfram.
Sía #2
Niðurstöðum þjóðfundarins er skilað til stjórnlaganefndar, sem vinnur úr þeim og skilar þeim áfram. Flestir í þessari nefnd eru með lögfræðimenntun, og allt er þetta hið ágætasta fólk sem er sjálfsagt treystandi til að semja tillögur að nýrri stjórnarskrá - en þessi hópur er ekki skyldugur til að taka eingöngu tillit til þess sem mun koma fram á þjóðfundinum. Þau "sía" áfram þær niðurstöður þau fengu frá fundarstjórunum og þeim er síðan væntanlega frjálst að koma með hvaða viðbætur og tillögur til breytinga á stjórnarskránni sem þeim sýnist - algerlega óháð því sem þjóðfundurinn segir.
Sía #3
Niðurstöðum stjórnlaganefndar er síðan skilað til stjórnlagaþings, sem er ekki bundið af þeim tillögum á neinn hátt, en hefur það hlutverk að koma saman nýrri stjórnarskrá.
Sía #4
Stjórnlagaþing skilar síðan niðurstöðum til Alþingis, sem hefur fullt vald til að breyta því sem því sýnist - og það er sjálfsagt bara barnaskapur að búast við öðru en alþingismenn munu notfæra sér rétt sinn til að draga úr áhrifum allra þerra breytinga sem gætu komið þeim eða flokkum þeirra illa.
Svona í alvöru talað - til hvers að hafa öll þessi aukaskref og "síur"þegar á endanum geta alþingismenn bara gert það sem þeir vilja ?
Jú, eins og Púkinn sagði í upphafi - það á að láta þjóðina halda að hún hafi eitthvað að segja.