saemi wrote:
Það er til dæmis galli á stjórnarskránni að farsi eins og ákæran á hendur Geir Haarde sé orðin að raunveruleika. Að pólítíkusar skuli vera komnir í dómarasæti, ekki lögfróðir menn og dómarar. Það er líka galli að forseti þjóðarinnar geti neitað að skrifa undir (þó síðasta dæmi þess hafi verið okkur þvilíkt til bjargar). En það er fullt þarna sem þarf að endurskoða.
Ekki ég sé sammála þessari ákæru á hendur Geir, finnst hún reyndar fráleit, en er þetta samt ekki bara í lagi. Hann verður sýknaður fyrir dómi fyrir þessa "tilraun til vanrækslu". Þó menn séu ekki sammála þessu tiltekna máli á samt dómurinn ekki rétt á sér ? Hvað ef t.d. ráðherrar myndu skrifa uppá Icesave án þess að fá samþyki meirihluta alþingis. Myndu menn ekki vilja geta gripið í landsdóm til að ráðherrar hafi aðhald og viti af því að þeir geta verið grillaðir ef þeir brjóta lög um ráðherraábyrgð?
Held það sé annars einmitt kostur að forsetinn geti neitað að staðfesta lög og þannig er þetta víst í mörgum löndum.
Hafið þið semsagt trú á að eitthvað komi út úr þessu ?