Sælir Kraftsmenn, hef ekki verið duglegur hér uppá síðkastið en hér er smá uppfærlsa um ástand bílsins í dag.
Bíllinn er búinn að vera í daglegri notkun í minni eigu núna í bráðum 4 ár og aldrei verið flottari. Kílómetramælirinn stendur í 265.000 en að hann gæti þessvegna verið keyrður 100.000!
Ég lenti í smávægilegri aftanákeyrslu (það var semsagt keyrt aftan á mig) um daginn. Skottlokið var ónýtt, bitinn þar fyrir neðan og mála þurfti stuðarann en hann var ekkert skemmdur.
Einnig skemmdist afturljósið vinstra megin og þurfti að skipta út.
Ég ákvað að láta heilmála bílinn í kjölfarið.
Bílverk BÁ á Selfossi sá um það verk og fá þessir fagmenn toppeinkunn frá mér!
Ég keypti M-tech frammstuðara og nýru af rockstone.
Nýtt merki á húdd, nýjar númeraplötur og lip á skottlokið.
Ég gæti ekki verið ánægðari með hann.






Ég hef ekkert tekið neinar aðrar myndir en þær sem málarinn tók en þær verða duga í bili
