Það er rétt.
Allt wiring sem ég gerði gékk upp sem dæmi án vandamála. Sem var barasta fínt.
cam-sync sem ég bjó til úr B30 exhaust cam gear virkar flott, þannig að ég mun geta testað
hvernig hinn og þessi innspýtingar tími hefur áhrif á gang vélarinnar og mixtúru sem og throttle response.
Bensín kerfið keyrir með 2 044 dælur og það myndar heavy þrýsting í gegnum 8mm leiðslurnar allaveganna þar sem þær sameinast í 8mm, ég fór yfir það í nokkrum stigum til að finna leka og gera við og double checka allt það, þegar 3 littlir lekar voru afgreiddir þá virkar kerfið sem skildi, þótt ég sé frekar smeykur við flæðigetuna í tveim 044 dælum ef eitthvað klikkar. Ég mun sjá til hvort að bara ein dæla verði notuð fyrir neðan eitthvað X boost ef þær eru að hitna mikið við að dæla alltaf stanslaust. Það væri líklega besti kosturinn því að ein 044 dæla dugar auðvitað helvíti langt. Gæti meira að segja dugað alla leið. Enn ég á von á að eigandinn vilji meira power næsta sumar og þá ætla ég að fá hann yfir í E85 bensín og þá þarf tvær dælurnar og þá breyti ég samskeytunum í eitthvað betra enn hosuklemmur.
Gírskipti dótið og allt undir bíl gékk upp vandamála laust, þannig að overall hefur það gengið fínt upp.
Vandamálið sem kom upp er að PPF hafa sent mér pyramid hringi sem voru ekki allir af sömu stærð, flestir eru í kringum 3.5mm þykkir + pyramidinn sem sker sig í heddið. Þar sem að þeir eru renndir 2mm niður í blokkina þá er það 1.5mm + pyramidinn sem stendur uppur og sker sig í heddið,
einn þeirra var 4mm + pyramidi, þessi 0.5mm skekkti heddið þannig að hringirnir á stimplunum við hliðina á héldu ekki vatni og bara #6 og sá með 4mm hringnum héldu, þ.e þegar ég setti á kælikerfið lak bara inní stimplana eins og ég væri að hella þangað beint inn, einnig þá hélt auðvitað ekki á milli vatnsganga og olíuganga þannig að vatnið lak bara í pönnuna.
Við notuðum svona scope með spegli og ég gat bókstaflega séð vatnið koma inn, og maður sé bilið á milli hedds of blokkar þar sem hringirnir eru, btw svona scope er fokking gjöðveikt svalt tæki að skoða í stimpla og þannig.
Þetta vesen kostar cirka 5-6tima í auka vinnu við að taka heddið af og setja aftur á + 15k í nýja olíu.
Þetta leit út fyrst eins og sprungið hedd eða blokk því þessir hringir eiga auðvitað að halda betur enn 50bör þrýsting þannig að lekandi vatn ætti aldrei að geta komist framhjá þeim. Annar möguleiki var að sá sem renndi blokkina hafi gert mistök enn sem betur fer er það ekki þannig því það hefði mögulega krafist nýrrar blokkar og að láta hann renna þetta aftur.
Þannig að vandamálið sem slíkt hefði ekki geta verið betra. Leiðinlegt enn svona er þetta game.
Það er möguleiki að ég hefði mælt hringina þegar þeir voru settir í enn það var rennismiðurinn sem setti þá í eftir að hafa rennt í blokkina. Enn ég veit það allaveganna núna að ég mun ekki gleyma að mæla svona hringi aftur.


_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
