Jæja, ég sit hérna í laugardagsveikindum, og í stað þess að gera eitthvað að viti þá ákvað ég að byrja að gera lógó.
1) Þar sem við ætlum að hafa þetta í anda alvöru krafts lógosins þá byrjum við á því að tracea eitt stykki ísland í fullum gæðum til að byrja með amk:

2) Bætum við smá bevels til að gefa þessu þykkt. Annars er svona frekar tilgangslaust að hafa þetta í þrívídd:


3) Núna gerum við BMW roundelið. Ég byrjaði á því að varpa (projecta) bara BMW logoinu á cylinder sem ég bjó til. Það virkar ágætlega ef maður fer ekki of nálægt lógóinu, því að ef maður gerir það þá fer þetta allt að blörrast illilega, þannig að þetta er bara tímabundið þangað til stafirnir eru módelaðir líka:

4) Byrjaður á stöfunum hérna, og nota myndina sem ég varpaði á cylinderinn sem viðmið um hvernig þeir eiga að vera:

5) Svona einhvernveginn, en eitthvað er samt mjög, mjög rangt við þessa mynd, og það eru aðallega hornin á roundelinu. (Þetta þurfa að vera skarpari línur):

6) Hér er búið að skerpa innri og ytri hringinn, og lookið á þessu er orðið meira eins og eitthvað sem við könnumst við:

7) Afþví að stafirnir eru núna módelaðir en ekki projected texture, þá helst lógóið alveg sama hversu nálægt maður fer:


Svo er það spurning hvað maður gerir næst. Hafa Íslandið ská út úr miðjunni? Fljótandi fyrir frama roundelið? Jafnvel kannski einfalda það eins og BMWKrafts merkið er? Hafa það litað með bláum kross eða krómað? Og hvað á maður að gera við miðjuna á roundelinu sjálfu?
Erfitt að segja. Þetta er svona brainstorming sem maður gerir yfirleitt áður en maður leggur í að henda þessu upp í þrívídd, en mér leiddist aðeins í kvöld og nennti ekki að teikna.
Framhald síðar, og ef einhver ykkar hefur einhverjar dúndur hugmyndir þá er það ekki verra, því að ég er ekki alveg með að tæru hvert ég er að fara með þetta.