ramrecon wrote:
Sælir, ég hef nú verið að afla mér smá upplýsinga um hvernig hægt séi að kveikja meira afl í kerrunni.
Ég fann þetta fyrirtæki í bandaríkjunum sem kallar sig Dinan og þeir sérhæfa sig í svona superchargerum fyrir BMW, flest í svona 540 bíla og þá, ég hringdi til þeirra og spurði þá (með minni bjöguðu ensku) aðeins út í þetta og þeir sögðu mér að hringja til Noregs eða fara á heimasíðuna hjá Europe Supercharging Systems (ESS) mér var sagt að þeir framleiða svona blásara í evrópsku týpuna af BMW (ég er t.d. með bmw 540i '99).
Og minn maður hringdi í þá þarna í Noregi og talaði við mann og hann sagði að ég gæti fengið þetta sent fyrir 7099 EUR (svona 610þús með sendingarkostnaði).
Síðan hef ég svona verið að lesa um þetta og skoða ýmislegt en ég var að velta fyrir mér hvort þið hafið einhverja reynslu eða þekkingu um að hafa svona blásara í bmw þetta er töluvert nýtt hjá þeim, þeir eru með aðalega fyrir '97 - '03 bmw 540 (og fleiri týpur reyndar) en hvort þið hafið einhverja vitneskju um þetta. Endilega commenta

þar sem ég á samskonar bíl ,,,,þá mæli ég eindreigið GEGN þessu,,,
Auðvitað er gaman að rústa öllum ((flestum)) en þetta kostar 1.5 mills
ofaní komið,,lágmark en þú færð 150 fáka og togkraft á við eimreið
sem er náttúrulega ,,,,,BARA í lagi,,,, mér finnst persónulega peningunum betur varið en dæmið er spennandi en kostar mikið fé
ps..Það eru líka frekar fáir bílar sem eru að hanga í 540 E39, hvað þá að flengja þeim
Sv.H