Þetta er upprunalega vandamálið - engin póstur á milli hurða þýddi að bíllinn var of svagur og því fór sem fór í kröppum beygjum.
Bíllinn á myndunum hér að ofan er FACEL VEGA EXCELLENCE og er einna f mínum uppáhalds en Kolbeinn Kafteinn ók einmitt um á Facel Vega HK500 sem er sérlega glæsilegur, sjá mynd hér að neðan.
Þessir bílar voru franskir með stóra V8 Chrysler vél og geysilega öflugir.
http://www.classicargarage.com/english/frames/index2.htm
Sándið í þessum bílum er ógurlegt, en þarna á að vera hægt að finna tvær klippur með vélarhljóði.
Þegar það er póstur á milli hurða eins og á Bimmanum þarna fyrir ofan þá er hagræðið af þessu hurðakerfi mun minna en öryggið jafnframt alveg jafn mikið og á hefðbundinni festingu á hurðum.
það mætti því segja að Suicide Doors dragi nafnið af þeirri útgáfu þar sem engin póstur er á milli þó svo sami stíll með pósti á milli sé líka kallaður Suicide Doors.
það má líka geta þess að nýji Mazda RX8 er ekki með póst á milli.
