bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 21:25

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 70 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5  Next
Author Message
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Tue 31. Aug 2010 13:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
jonthor wrote:
Áhugavert innskot í ESB umræðuna:

Marta var yfir 130 manna bókhaldsdeild framkvæmdastjórnar ESB. Hún var rekin fyrir að vekja athygli á því að það vantaði tvíhliða bókhald og allt of auðvelt værir að falsa tölurnar. Þegar yfirmenn hennar hundsuðu ábendingar hennar tók hún málið áfram. - Framkvæmdastjórnin brá þá á það ráð að reka Mörtu og var þá vandinn úr sögunni.

http://en.euabc.com/word/43

Ef ég man rétt þá hafa endurskoðendur neitað að skrifa undir ársreikninga sambandsins síðustu 12 ár vegna þess að einungis er hægt að staðfesta tilvist um 5% af eignum sambandsins.


Undirskrift endurskoðenda er verðauls, sést best á því að ársreikningar bankana hér á Íslandi fengu undirskrift hjá sínum endurskoðendum.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Tue 31. Aug 2010 13:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Bjarkih wrote:
jonthor wrote:
Áhugavert innskot í ESB umræðuna:

Marta var yfir 130 manna bókhaldsdeild framkvæmdastjórnar ESB. Hún var rekin fyrir að vekja athygli á því að það vantaði tvíhliða bókhald og allt of auðvelt værir að falsa tölurnar. Þegar yfirmenn hennar hundsuðu ábendingar hennar tók hún málið áfram. - Framkvæmdastjórnin brá þá á það ráð að reka Mörtu og var þá vandinn úr sögunni.

http://en.euabc.com/word/43

Ef ég man rétt þá hafa endurskoðendur neitað að skrifa undir ársreikninga sambandsins síðustu 12 ár vegna þess að einungis er hægt að staðfesta tilvist um 5% af eignum sambandsins.


Undirskrift endurskoðenda er verðauls, sést best á því að ársreikningar bankana hér á Íslandi fengu undirskrift hjá sínum endurskoðendum.


Segir það ekki einmitt að ansi mikið þurfi til, til þess að endurskoðendur neiti að skrifa undir?

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Wed 01. Sep 2010 16:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
jonthor wrote:
Bjarkih wrote:
jonthor wrote:
Áhugavert innskot í ESB umræðuna:

Marta var yfir 130 manna bókhaldsdeild framkvæmdastjórnar ESB. Hún var rekin fyrir að vekja athygli á því að það vantaði tvíhliða bókhald og allt of auðvelt værir að falsa tölurnar. Þegar yfirmenn hennar hundsuðu ábendingar hennar tók hún málið áfram. - Framkvæmdastjórnin brá þá á það ráð að reka Mörtu og var þá vandinn úr sögunni.

http://en.euabc.com/word/43

Ef ég man rétt þá hafa endurskoðendur neitað að skrifa undir ársreikninga sambandsins síðustu 12 ár vegna þess að einungis er hægt að staðfesta tilvist um 5% af eignum sambandsins.


Undirskrift endurskoðenda er verðauls, sést best á því að ársreikningar bankana hér á Íslandi fengu undirskrift hjá sínum endurskoðendum.


Segir það ekki einmitt að ansi mikið þurfi til, til þess að endurskoðendur neiti að skrifa undir?


Í raun ekki, og hefðu sömu reglur verið í gildi hér og í ESB þá hefðu þeir aldrei komist svona langt.

En ég mæli með að menn hlusti á þetta, hann klárar eiginlega dæmið :D http://dagskra.ruv.is/morgunutvarpid/thattafaerslur/menn_haga_ser_eins_og_fifl_16078/

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Thu 02. Sep 2010 10:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
haha, ég hlustaði einmitt á þetta um daginn. Þó sumt af því sem hann segir sé röklaus þvæla, annað rétt, þá verð ég nú að segja að maður saknar pólitíkusanna sem sögðu sína skoðun tæpitungulaust og skiptu ekki um skoðun eftir því hvað skoðanakannanir segja. Alltaf gaman að Jóni Baldvin.

Ég skil hins vegar ekki kommentið þitt um sömu reglur og hér?

Finnst þér ekki áhugavert að þegar yfirmaður bókhaldsdeildar framkvæmdastjórnar ESB bendir á að kerfið uppfylli ekki einu sinni lágmarkstandarda um rekjanleika gagna og að auðvelt sé að falsa tölur sé viðkomandi rekinn? Og óháð endurskoðendum hlýtur að vera áhyggjuefni að einungis sé hægt að staðfesta að 5% af eignum sambandsins sé til?

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Thu 02. Sep 2010 11:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
jonthor wrote:
haha, ég hlustaði einmitt á þetta um daginn. Þó sumt af því sem hann segir sé röklaus þvæla, annað rétt, þá verð ég nú að segja að maður saknar pólitíkusanna sem sögðu sína skoðun tæpitungulaust og skiptu ekki um skoðun eftir því hvað skoðanakannanir segja.

Ég skil hins vegar ekki kommentið þitt um sömu reglur og hér?

Finnst þér ekki áhugavert að þegar yfirmaður bókhaldsdeildar framkvæmdastjórnar ESB bendir á að kerfið uppfylli ekki einu sinni lágmarkstandarda um rekjanleika gagna og að auðvelt sé að falsa tölur sé viðkomandi rekinn? Og óháð endurskoðendum hlýtur að vera áhyggjuefni að einungis sé hægt að staðfesta að 5% af eignum sambandsins sé til?


Ég er forvitinn, hvað var röklaus þvæla?

Varðandi bókhaldið þá er það ekki plús í kladdann að þeir skrifi ekki upp á en það sem ég var aðallega að meina að þessir svokölluðu óháðu endurskoðendur hér á landi voru alls ekki óháðir, sem sést best á því að þeir hafa enn ekki tikið til í sínum málum eftir hrun. Ég hef talað við endurskoðanda sem fékk algjört ógeð á þessum vinnubrögðum þegar góðærið stóð sem hæst og hætti. ESB hefur marga galla en allir verkferlar og slíkt hjá þeim eru mun þróaðri en hér þar sem klíkuskapurinn ræður öllu.

Eitt skemmtilegt dæmi um hversu fáránlegt þetta er hér á landi: Eins og allir vita þá hefur dágóður fjöli fólks flutt af landinu undanfarna 2 mánuði en enginn samt verið skráður sem brottfluttur. Ástæðan er sú að það er bara 2 starfsmenn hjá hagstofunni sem kunna á skráningarkerfið og báðir eru í fríi.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Thu 02. Sep 2010 14:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Hér eru mínar pælingar við hlustun á viðtalið

• Evrópuumræða, sammála vantar upplýsta umræðu, sérstaklega vegna þess að einu gagnrýniraddirnar sem komast í fjölmiðla koma frá óupplýstum vinstri mönnum sem eru á móti aðild á röngum forsendum að mínu mati

• Jón Bjarnason á undanþágu frá að vera í ríkisstjórn, sammála, vitleysingur

• Ráðherrar tala eins og bjánar, sammála

• Upplýsingagjöf, getur verið að það sé gott að breyta því, en staðreyndin er sú að þetta er breyting sem þarf að fara fram, ekki bara könnunarviðræður, heldur breyting. Þetta er ekki umsemjanlegt af hálfu sambandsins

• Sammála með niðurfellingu þjóðhagstofnun, þvæla var að leggja hana niður

• Sjávarútvegsmál, undanþágur versus sérlausn, málþóf finnst mér

• Nefnir svía og norðmenn, en viljandi ekki Finna í landbúnaðarmálum. Finnar fengu sérlausn og landbúnaðurinn er í volum, meira um það síðar

• „Búnir að láta eins og fífl í Icesave málum“, sammála því en ekki á þeim forsendum sem hann nefnir, hann talaði um það frá byrjun að við ættum einfaldlega að greiða þetta og ekkert múkk. Í mínum huga klúðruðum við málunum í hina áttina, búnir að samþykkja allt of mikið frá byrjun. Þetta er þó miklu flóknara mál og ekki svart og hvítt

• Fullkomlega sammála honum varðandi Ögmund og Jón Bjarnason, þessi menn eru landinu einfaldlega stórhættulegir

• „Hvað þýðir aðild að evrópu fyrir almenning í þessu guðsvolaða landi, að því er varðar hluti sem skipta okkur megin máli: skuldir, vextir, verðlag, lífskjör, kaupmátt, almannahagsmuni“. Þetta er dæmigerð órökstudd upphrópanapólitík, enn eitt loforðið um töfralausn

• Sammála með landbúnaðinn, mjög illa að þessu staðið í dag á Íslandi, 75% tekna bænda koma frá skattgreiðendum er handónýtt kerfi. Hann ætti þó að þekkja það vel (var sendiherra í Finnalndi) að síðan Finnar gengu í ESB og fengu sína sérlausn, hefur niðurgreiðsla landbúnaðarvara farið út 10% af afurðaverði í 60%. Sá ekki betur en það hafi verið ákkúrat það sem hann var að gagnrýna við Íslendinska kerfið. Bæði er ömurlegt, og ESB er ekki lausnin á niðurgreiðslu rugli í landbúnaðarmálum, bara nákvæmlega það sama

• Ósammála þegar hann talar um sjávarútveginn. Auðlindin er í eigu ríkisins, kvóti er veiðiheimild á ári eða nýtingarréttur. Þetta er viðkvæmt mál, en hann talar um að kerfið sé handónýtt hér. Hann ætti betur að bera það saman við leigukerfið í ESB þar sem 91% af tegundum eru ofveiddar og kerfið löngu hætt að vera sjálfbært með minnkandi fiskstofna ár eftir ár í tugi ára. Kerfið er að skemma auðlindina, enda er ESB að horfa m.a. til Íslands til úrbóta, einmitt vegna þess að hér er betur farið með auðlindina þó margt megi bæta. Ekkert kerfi er fullkomið en auðlind í eigu ríkisins og nýtingarréttur í eigu einkaaðila er að mínu mati besta leiðin. Þetta er undarleg mótsögn þar sem að þegar hann talar um magma og orkugeirann, er hann einmitt með það á hreinu að þetta sé besta fyrirkomulagið. Það er þó ekki óhugsandi að endurbæta fiskveiðikerfið með það í huga að setja tímalengd á nýtingarréttinn, þá í samræmi við afskriftarlengd þeirra fjárfestinga sem þurfa til veiða (svipað og í orkugeiranum) en framseljanleiki og rétt tímalengd er lykilatriði í mínum huga því þannig verður til sú eignamyndun sem veldur því að vel er farið með auðlindina, v.s. leigu (framseljanlegur leigusamningur getur t.d. talist eign, þó leigjandinn eigi ekki fasteignina) Þetta er ekki eign á fiskinum, heldu eign á nýtingarrétti í endanlegan tíma. (Þetta er skrifað með það í huga að kvótakerfinu var komið á með hræðilegum hætti, en ég tel það ekki til galla kerfisins, heldur til spilltra stjórnmálamanna sem kusu að gefa nýtingarrétt frá sér í stað þess að rukka fyrir hann. Það skiptir hins vegar litlu í dag því mest af kvótanum hefur skipt um hendur)

• Sammála að vissu leyti með Steingrím, hann er í erfiðri stöðu í ráðuneytinu og með vitleysinga í flokknum sem hann hefur enga stjórn á

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Thu 02. Sep 2010 21:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
jonthor wrote:
Hér eru mínar pælingar við hlustun á viðtalið


• „Hvað þýðir aðild að evrópu fyrir almenning í þessu guðsvolaða landi, að því er varðar hluti sem skipta okkur megin máli: skuldir, vextir, verðlag, lífskjör, kaupmátt, almannahagsmuni“. Þetta er dæmigerð órökstudd upphrópanapólitík, enn eitt loforðið um töfralausn


• Sammála með landbúnaðinn, mjög illa að þessu staðið í dag á Íslandi, 75% tekna bænda koma frá skattgreiðendum er handónýtt kerfi. Hann ætti þó að þekkja það vel (var sendiherra í Finnalndi) að síðan Finnar gengu í ESB og fengu sína sérlausn, hefur niðurgreiðsla landbúnaðarvara farið út 10% af afurðaverði í 60%. Sá ekki betur en það hafi verið ákkúrat það sem hann var að gagnrýna við Íslendinska kerfið. Bæði er ömurlegt, og ESB er ekki lausnin á niðurgreiðslu rugli í landbúnaðarmálum, bara nákvæmlega það sama

• Ósammála þegar hann talar um sjávarútveginn. Auðlindin er í eigu ríkisins, kvóti er veiðiheimild á ári eða nýtingarréttur. Þetta er viðkvæmt mál, en hann talar um að kerfið sé handónýtt hér. Hann ætti betur að bera það saman við leigukerfið í ESB þar sem 91% af tegundum eru ofveiddar og kerfið löngu hætt að vera sjálfbært með minnkandi fiskstofna ár eftir ár í tugi ára. Kerfið er að skemma auðlindina, enda er ESB að horfa m.a. til Íslands til úrbóta, einmitt vegna þess að hér er betur farið með auðlindina þó margt megi bæta. Ekkert kerfi er fullkomið en auðlind í eigu ríkisins og nýtingarréttur í eigu einkaaðila er að mínu mati besta leiðin. Þetta er undarleg mótsögn þar sem að þegar hann talar um magma og orkugeirann, er hann einmitt með það á hreinu að þetta sé besta fyrirkomulagið. Það er þó ekki óhugsandi að endurbæta fiskveiðikerfið með það í huga að setja tímalengd á nýtingarréttinn, þá í samræmi við afskriftarlengd þeirra fjárfestinga sem þurfa til veiða (svipað og í orkugeiranum) en framseljanleiki og rétt tímalengd er lykilatriði í mínum huga því þannig verður til sú eignamyndun sem veldur því að vel er farið með auðlindina, v.s. leigu (framseljanlegur leigusamningur getur t.d. talist eign, þó leigjandinn eigi ekki fasteignina) Þetta er ekki eign á fiskinum, heldu eign á nýtingarrétti í endanlegan tíma. (Þetta er skrifað með það í huga að kvótakerfinu var komið á með hræðilegum hætti, en ég tel það ekki til galla kerfisins, heldur til spilltra stjórnmálamanna sem kusu að gefa nýtingarrétt frá sér í stað þess að rukka fyrir hann. Það skiptir hins vegar litlu í dag því mest af kvótanum hefur skipt um hendur)



Í mínum huga er þetta sem þú kallar upphrópanir ekki órökstutt hjá honum. Ég hef búið í ESB landi og þar voru t.d. vextir á húsnæðislánum mun lægri en hér. Við erum að borga hæstu skatta í Evrópu! (ef við tökum lífeyrisgreiðslur með sem eru inni í skattkerfi annara ríkja), matarverð hér er mun hærra en t.d. á norðurlöndunum (utan við Noreg sem n.b. er ekki í ESB).

Varðandi landbúnaðinn, er það ekki svo hjá finnum að þessi 60% koma frá sjóðum ESB? (hef ekki hugmynd um það) En allavega er 60% minna en 75%

Með ofveiðina hjá ESB ertu að blanda saman matinu á stærð fiskistofna og aðferðinni við að deila út heildarveiðimagni. Sama hér ef gefinn væri út stærri kvóti en stofnin þolir, væri það til marks um að sjálft kvótakerfið væri ónýtt eða sá sem ákveður veiðimagnið er að gera vitleysu? Staðreyndin er sú að fiskveiðar íslendinga skapa tugi þúsunda starfa erlendis vegna þess að fiskurinn er fluttur óunnin út vegna þess að það er hagkvæmara út frá tollasjónarmiðum, ef við værum í ESb þá myndi það ekki skipta nokkru máli og þá væri séns á aukinni vinnslu hér.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Fri 03. Sep 2010 10:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Bjarkih wrote:
jonthor wrote:
Hér eru mínar pælingar við hlustun á viðtalið


• „Hvað þýðir aðild að evrópu fyrir almenning í þessu guðsvolaða landi, að því er varðar hluti sem skipta okkur megin máli: skuldir, vextir, verðlag, lífskjör, kaupmátt, almannahagsmuni“. Þetta er dæmigerð órökstudd upphrópanapólitík, enn eitt loforðið um töfralausn


• Sammála með landbúnaðinn, mjög illa að þessu staðið í dag á Íslandi, 75% tekna bænda koma frá skattgreiðendum er handónýtt kerfi. Hann ætti þó að þekkja það vel (var sendiherra í Finnalndi) að síðan Finnar gengu í ESB og fengu sína sérlausn, hefur niðurgreiðsla landbúnaðarvara farið út 10% af afurðaverði í 60%. Sá ekki betur en það hafi verið ákkúrat það sem hann var að gagnrýna við Íslendinska kerfið. Bæði er ömurlegt, og ESB er ekki lausnin á niðurgreiðslu rugli í landbúnaðarmálum, bara nákvæmlega það sama

• Ósammála þegar hann talar um sjávarútveginn. Auðlindin er í eigu ríkisins, kvóti er veiðiheimild á ári eða nýtingarréttur. Þetta er viðkvæmt mál, en hann talar um að kerfið sé handónýtt hér. Hann ætti betur að bera það saman við leigukerfið í ESB þar sem 91% af tegundum eru ofveiddar og kerfið löngu hætt að vera sjálfbært með minnkandi fiskstofna ár eftir ár í tugi ára. Kerfið er að skemma auðlindina, enda er ESB að horfa m.a. til Íslands til úrbóta, einmitt vegna þess að hér er betur farið með auðlindina þó margt megi bæta. Ekkert kerfi er fullkomið en auðlind í eigu ríkisins og nýtingarréttur í eigu einkaaðila er að mínu mati besta leiðin. Þetta er undarleg mótsögn þar sem að þegar hann talar um magma og orkugeirann, er hann einmitt með það á hreinu að þetta sé besta fyrirkomulagið. Það er þó ekki óhugsandi að endurbæta fiskveiðikerfið með það í huga að setja tímalengd á nýtingarréttinn, þá í samræmi við afskriftarlengd þeirra fjárfestinga sem þurfa til veiða (svipað og í orkugeiranum) en framseljanleiki og rétt tímalengd er lykilatriði í mínum huga því þannig verður til sú eignamyndun sem veldur því að vel er farið með auðlindina, v.s. leigu (framseljanlegur leigusamningur getur t.d. talist eign, þó leigjandinn eigi ekki fasteignina) Þetta er ekki eign á fiskinum, heldu eign á nýtingarrétti í endanlegan tíma. (Þetta er skrifað með það í huga að kvótakerfinu var komið á með hræðilegum hætti, en ég tel það ekki til galla kerfisins, heldur til spilltra stjórnmálamanna sem kusu að gefa nýtingarrétt frá sér í stað þess að rukka fyrir hann. Það skiptir hins vegar litlu í dag því mest af kvótanum hefur skipt um hendur)



Í mínum huga er þetta sem þú kallar upphrópanir ekki órökstutt hjá honum. Ég hef búið í ESB landi og þar voru t.d. vextir á húsnæðislánum mun lægri en hér. Við erum að borga hæstu skatta í Evrópu! (ef við tökum lífeyrisgreiðslur með sem eru inni í skattkerfi annara ríkja), matarverð hér er mun hærra en t.d. á norðurlöndunum (utan við Noreg sem n.b. er ekki í ESB).

Varðandi landbúnaðinn, er það ekki svo hjá finnum að þessi 60% koma frá sjóðum ESB? (hef ekki hugmynd um það) En allavega er 60% minna en 75%

Með ofveiðina hjá ESB ertu að blanda saman matinu á stærð fiskistofna og aðferðinni við að deila út heildarveiðimagni. Sama hér ef gefinn væri út stærri kvóti en stofnin þolir, væri það til marks um að sjálft kvótakerfið væri ónýtt eða sá sem ákveður veiðimagnið er að gera vitleysu? Staðreyndin er sú að fiskveiðar íslendinga skapa tugi þúsunda starfa erlendis vegna þess að fiskurinn er fluttur óunnin út vegna þess að það er hagkvæmara út frá tollasjónarmiðum, ef við værum í ESb þá myndi það ekki skipta nokkru máli og þá væri séns á aukinni vinnslu hér.


Varðandi vextina og Evruna þá skrifaði ég ansi mikið um það á blaðsíðu 2, þar sem ég fer yfir hversu sannfærður ég hef verið (og reyndar mjög margir hagfræðingar) frá stofnun Evrunnar að hún muni ekki ganga upp sem mynt. Krónan er slæm, en hversu vissir eru ESB-sinnar um að Evran sé varanleg lausn? Mér finnst fæstir sem tala um Evruna sem lausn hafa kynnt sér hana almennilega. Það er þó loksins kominn fókus á þetta núna í þessari krísu. George Soros hefur t.d. skrifað talsvert um galla Evrunnar upp á síðkastið. Og varðandi lága vexti, stýrivaxtastefna Evrópu og Bandaíkjanna á uppgangstímum, með allt of lágum vöxtum var meðal annars það sem leiddi til hrunsins. Þegar lánsfé fæst nánast ókeypis myndast alltaf bóla. Vextir eiga að endurspegla þá áhættu sem í fjárfestingu felst. Mæli með grein í viðskiptablaðinu í gær þar sem minnst var einmitt á þetta. Vil líka minna á að það er fasteignakrísa í flestum löndum evrópu fyrir utan kannski Þýskaland. Lágir vextir, þó þeir hljómi vel til skamms tíma, eru engin töfralausn heldur, heldur geta hreinlega valdið skaða til langs tíma með því að hvetja fólk til að taka áhættu, án þess að meta rétt undirliggjandi hættur.

Image

Með landbúnaðinn, jú það er rétt hjá þér yfir helmingur af styrkinum kemur frá ESB. En það er jafn slæmt kerfi engu að síður og talsvert verra en það var áður en Finnar gengu í ESB þegar niðurgreiðsla var 10%. En það er rétt hjá þér, við Íslendingar erum að niðurgreiða að meðaltali aðeins meira en meðaltalið í ESB. Bæði er bara ömurlegt í mínum huga. Ef engir tollar væru til, engir skattar, bara frjáls landamæralaus flutningur á vörum, væri meðalverð matvæla samt hærra hér en annarsstaðar. Við búum á eyju, það kostar að flytja hluti hingað :) Ástæðan fyrir lágu matvælaverði í Evrópu er niðurgreiðsla og hvaðan koma þeir peningar? Frá skattgreiðendum. Borgar 0,6 kr. með skattinum og 1 kr. í búðinni, heildarkostnaðurinn er sem fyrr 1,6kr. Fyrir utan að á leiðinni frá skattinnheimtu í lágt matvöruverð tapast svakalegir peningar eins og venja er í ríkisreknu bákni.

Með fiskinn, þá er ég sammála að þetta eru tveir hlutir, sem báðir hafa áhrif á viðhald stofnsins. Ég var aðallega að benda á hversu ónýtt kerfið er í ESB. Veiðiheimildir eru ákveðnar af pólitíkusum sem eru undir þrýsingi frá atvinnugeiranum (það eitt og sér er svipað og hér) en við það bætist rifrildi á milli landa um skiptinguna. Þetta hefur valdið því að enginn getur sæst á heildar veiðiheimildir og pólitíkusar keppast um að hækka veiðiheimildir fyrir sína umbjóðendur. Staðreyndin er sú að kerfið er að drepa stofninn.

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Thu 16. Sep 2010 20:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Veit ekki hvort þetta var komið í þráðinn en here goes:
http://www.youtube.com/watch?v=muw0DGI_DIs

Segir allt sem segja þarf?

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Thu 16. Sep 2010 21:03 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 06. Feb 2009 20:21
Posts: 1422
Location: Kársnesið
Svezel wrote:
Veit ekki hvort þetta var komið í þráðinn en here goes:
http://www.youtube.com/watch?v=muw0DGI_DIs

Segir allt sem segja þarf?


Klárlega.
Þyrftu allir íslendingar að sjá þetta myndband.
Hann alveg notaði upp allan sannleikann og rúmlega það.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Thu 16. Sep 2010 21:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Maddi.. wrote:
Svezel wrote:
Veit ekki hvort þetta var komið í þráðinn en here goes:
http://www.youtube.com/watch?v=muw0DGI_DIs

Segir allt sem segja þarf?


Klárlega.
Þyrftu allir íslendingar að sjá þetta myndband.
Hann alveg notaði upp allan sannleikann og rúmlega það.


Uh, nei. Þegar hann segir að við séum þjóð sem hugsar áður en hún stekkur þá hefur hann greinilega ruglast á okkur og einhverjum öðrum. Með lögsöguna þá langar mig að vita af hverju færeyjingar eru svona sáttir með evru og ESB aðild? Það er ekki allt farið til andskotans þar. Hann hrósar gjaldmiðlinum okkar sem veldur því að allt hérna hækkar í verði á meðan örfáir ríkisbubbar græða á útflutningi. Fiskurinn sem er veiddur í þessari heilögu fiskveiðilögsögu er að stóru leiti fluttur óunninn til ESB landa þar sem hann veitir tugum þúsunda atvinnu.
Þessi maður er lýðskrumari og við verður að horfa kallt á hlutina í staðinn fyrir að hrífast með einhverju ómálefnalegu þvargi eins og þessu.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Thu 16. Sep 2010 22:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Bjarkih wrote:
Maddi.. wrote:
Svezel wrote:
Veit ekki hvort þetta var komið í þráðinn en here goes:
http://www.youtube.com/watch?v=muw0DGI_DIs

Segir allt sem segja þarf?


Klárlega.
Þyrftu allir íslendingar að sjá þetta myndband.
Hann alveg notaði upp allan sannleikann og rúmlega það.


Uh, nei. Þegar hann segir að við séum þjóð sem hugsar áður en hún stekkur þá hefur hann greinilega ruglast á okkur og einhverjum öðrum. Með lögsöguna þá langar mig að vita af hverju færeyjingar eru svona sáttir með evru og ESB aðild? Það er ekki allt farið til andskotans þar. Hann hrósar gjaldmiðlinum okkar sem veldur því að allt hérna hækkar í verði á meðan örfáir ríkisbubbar græða á útflutningi. Fiskurinn sem er veiddur í þessari heilögu fiskveiðilögsögu er að stóru leiti fluttur óunninn til ESB landa þar sem hann veitir tugum þúsunda atvinnu.
Þessi maður er lýðskrumari og við verður að horfa kallt á hlutina í staðinn fyrir að hrífast með einhverju ómálefnalegu þvargi eins og þessu.


Ég held að þú ættir að kynna þér málin aðeins betur, þetta er bara tóm þvæla hjá þér. Það er fullt af fyrirtækjum að gera það gott útaf gjaldmiðlinum og það er líklega eina ástæðan fyrir því að það er ekki búið að loka búllunni hérna bara.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Last edited by Svezel on Fri 17. Sep 2010 21:10, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Thu 16. Sep 2010 22:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Svezel wrote:
Ég held að þú ættir að kynna þér málin aðeins betur, þetta er bara tóm þvæla hjá þér. Það er fullt af fyrirtækjum að gera það gott útaf gjaldmiðlinum og það er líklega eina ástæðan fyrir því að það er ekki búið að loka búllunni hérna bara.


Er það ekki svona svipað að eftir að einhver er búinn að lúberja þig tímunum saman
þannig að þú endir í gólfinu að þú eigir að þakka honum fyrir að hjálpa þér á fætur?
Og að þú eigir að prísa þig sælan þvi án hans hefðirðu aldrei komist á fætur aftur?

Krónan er varla til góðs til lengri tíma þó að í augnablikinu virðist hún hjálpa.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Fri 17. Sep 2010 07:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
bimmer wrote:
Svezel wrote:
Ég held að þú ættir að kynna þér málin aðeins betur, þetta er bara tóm þvæla hjá þér. Það er fullt af fyrirtækjum að gera það gott útaf gjaldmiðlinum og það er líklega eina ástæðan fyrir því að það er ekki búið að loka búllunni hérna bara.


Er það ekki svona svipað að eftir að einhver er búinn að lúberja þig tímunum saman
þannig að þú endir í gólfinu að þú eigir að þakka honum fyrir að hjálpa þér á fætur?
Og að þú eigir að prísa þig sælan þvi án hans hefðirðu aldrei komist á fætur aftur?

Krónan er varla til góðs til lengri tíma þó að í augnablikinu virðist hún hjálpa.


Nei ég sé ekki samlíkinguna, gjaldmiðillinn er bara verkfæri og ef þú ert stunginn með hníf þá er það ekki hnífnum að kenna heldur þeim sem stakk þig.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ESB vangaveltur
PostPosted: Fri 17. Sep 2010 07:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Svezel wrote:
bimmer wrote:
Svezel wrote:
Ég held að þú ættir að kynna þér málin aðeins betur, þetta er bara tóm þvæla hjá þér. Það er fullt af fyrirtækjum að gera það gott útaf gjaldmiðlinum og það er líklega eina ástæðan fyrir því að það er ekki búið að loka búllunni hérna bara.


Er það ekki svona svipað að eftir að einhver er búinn að lúberja þig tímunum saman
þannig að þú endir í gólfinu að þú eigir að þakka honum fyrir að hjálpa þér á fætur?
Og að þú eigir að prísa þig sælan þvi án hans hefðirðu aldrei komist á fætur aftur?

Krónan er varla til góðs til lengri tíma þó að í augnablikinu virðist hún hjálpa.


Nei ég sé ekki samlíkinguna, gjaldmiðillinn er bara verkfæri og ef þú ert stunginn með hníf þá er það ekki hnífnum að kenna heldur þeim sem stakk þig.

Ég skil ekki alveg hagsmuni þessa ræðumanns, nema þetta sé einhverskonar reverse-psycology á okkur íslendinga.

Ég held því ennþá fram að crashið á Íslandi hafi komið til vegna efnahagslegrar óstjórnar ríkisstjórarinnar sem hafi síðan skapað aðstæður fyrir ákveðna einstaklinga (og síðar almenning) sem keyrðu landið í tæknilegt gjaldþrot. Sami hlutur er núna að "bjarga" okkur segja margir, en ég er alveg ósammála, þetta er tímabundið placibo effect, seðlabankinn er að plata íslendinga, krónan er ekkert með gengi (allavega ekki markaðsgengi) heldur fixed rate frá Seðlabankanum.

EU eða ekki EU þá hefði eftirfarandi ekki gerst ef krónan hefði ekki verið gjaldmiðill okkar:
1. Útlendingar hefðu ekki keypt endalausar útgáfur af krónubréfum, og þ.a.l. gert krónuna mun sterkari en rétt var, sem þýddi að íslendingar upplifðu auðsáhrif erlendis, gátu keypt hluti sem þeir höfðu í raun ekki efni á.
2. Ríkið hélt áfram að hækka vexti til að sporna við þennslu, sem þýddi að krónan varð enn sterkari, hlutir erlendis urðu ódýrari, en of "dýrt" var að fjármagna þá í krónum og því var það fjármagnað í erlendu.
3. Rating og eftirlit á bönkunum hefði ekki verið það sama ef krónan hefði ekki komið til því að þá hefðu menn ekki litið svo á að þeir væru með einhverskonar verndarengilsábyrði í formi íslenska ríkisins, þ.a.l. hefðu bankarnir ekki vaðið í fjármögnun eins og þeir gerðu.

Það væri hægt að halda endalaust áfram að telja upp þá hluti sem þjóð með eigin gjaldmiðil getur gert, til að búa til tímabundið ástand góðæris. Ef við hefðum haft sama gjaldmiðil og einhver önnur stórþjóð, EU/USD/ eða sambærilegt, hefði Ísland ekki farið út af sporinu. Það að segja að krónan sé að bjarga okkur núna er eins og að segja að hengingarólin hafi bjargað okkur frá því að detta fram að bjarginu, eina vandamálið er að hún er að kæfa okkur í rólegheitum.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 70 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group