Bjarkih wrote:
jonthor wrote:
Hér eru mínar pælingar við hlustun á viðtalið
• „Hvað þýðir aðild að evrópu fyrir almenning í þessu guðsvolaða landi, að því er varðar hluti sem skipta okkur megin máli: skuldir, vextir, verðlag, lífskjör, kaupmátt, almannahagsmuni“. Þetta er dæmigerð órökstudd upphrópanapólitík, enn eitt loforðið um töfralausn
• Sammála með landbúnaðinn, mjög illa að þessu staðið í dag á Íslandi, 75% tekna bænda koma frá skattgreiðendum er handónýtt kerfi. Hann ætti þó að þekkja það vel (var sendiherra í Finnalndi) að síðan Finnar gengu í ESB og fengu sína sérlausn, hefur niðurgreiðsla landbúnaðarvara farið út 10% af afurðaverði í 60%. Sá ekki betur en það hafi verið ákkúrat það sem hann var að gagnrýna við Íslendinska kerfið. Bæði er ömurlegt, og ESB er ekki lausnin á niðurgreiðslu rugli í landbúnaðarmálum, bara nákvæmlega það sama
• Ósammála þegar hann talar um sjávarútveginn. Auðlindin er í eigu ríkisins, kvóti er veiðiheimild á ári eða nýtingarréttur. Þetta er viðkvæmt mál, en hann talar um að kerfið sé handónýtt hér. Hann ætti betur að bera það saman við leigukerfið í ESB þar sem 91% af tegundum eru ofveiddar og kerfið löngu hætt að vera sjálfbært með minnkandi fiskstofna ár eftir ár í tugi ára. Kerfið er að skemma auðlindina, enda er ESB að horfa m.a. til Íslands til úrbóta, einmitt vegna þess að hér er betur farið með auðlindina þó margt megi bæta. Ekkert kerfi er fullkomið en auðlind í eigu ríkisins og nýtingarréttur í eigu einkaaðila er að mínu mati besta leiðin. Þetta er undarleg mótsögn þar sem að þegar hann talar um magma og orkugeirann, er hann einmitt með það á hreinu að þetta sé besta fyrirkomulagið. Það er þó ekki óhugsandi að endurbæta fiskveiðikerfið með það í huga að setja tímalengd á nýtingarréttinn, þá í samræmi við afskriftarlengd þeirra fjárfestinga sem þurfa til veiða (svipað og í orkugeiranum) en framseljanleiki og rétt tímalengd er lykilatriði í mínum huga því þannig verður til sú eignamyndun sem veldur því að vel er farið með auðlindina, v.s. leigu (framseljanlegur leigusamningur getur t.d. talist eign, þó leigjandinn eigi ekki fasteignina) Þetta er ekki eign á fiskinum, heldu eign á nýtingarrétti í endanlegan tíma. (Þetta er skrifað með það í huga að kvótakerfinu var komið á með hræðilegum hætti, en ég tel það ekki til galla kerfisins, heldur til spilltra stjórnmálamanna sem kusu að gefa nýtingarrétt frá sér í stað þess að rukka fyrir hann. Það skiptir hins vegar litlu í dag því mest af kvótanum hefur skipt um hendur)
Í mínum huga er þetta sem þú kallar upphrópanir ekki órökstutt hjá honum. Ég hef búið í ESB landi og þar voru t.d. vextir á húsnæðislánum mun lægri en hér. Við erum að borga hæstu skatta í Evrópu! (ef við tökum lífeyrisgreiðslur með sem eru inni í skattkerfi annara ríkja), matarverð hér er mun hærra en t.d. á norðurlöndunum (utan við Noreg sem n.b. er ekki í ESB).
Varðandi landbúnaðinn, er það ekki svo hjá finnum að þessi 60% koma frá sjóðum ESB? (hef ekki hugmynd um það) En allavega er 60% minna en 75%
Með ofveiðina hjá ESB ertu að blanda saman matinu á stærð fiskistofna og aðferðinni við að deila út heildarveiðimagni. Sama hér ef gefinn væri út stærri kvóti en stofnin þolir, væri það til marks um að sjálft kvótakerfið væri ónýtt eða sá sem ákveður veiðimagnið er að gera vitleysu? Staðreyndin er sú að fiskveiðar íslendinga skapa tugi þúsunda starfa erlendis vegna þess að fiskurinn er fluttur óunnin út vegna þess að það er hagkvæmara út frá tollasjónarmiðum, ef við værum í ESb þá myndi það ekki skipta nokkru máli og þá væri séns á aukinni vinnslu hér.
Varðandi vextina og Evruna þá skrifaði ég ansi mikið um það á blaðsíðu 2, þar sem ég fer yfir hversu sannfærður ég hef verið (og reyndar mjög margir hagfræðingar) frá stofnun Evrunnar að hún muni ekki ganga upp sem mynt. Krónan er slæm, en hversu vissir eru ESB-sinnar um að Evran sé varanleg lausn? Mér finnst fæstir sem tala um Evruna sem lausn hafa kynnt sér hana almennilega. Það er þó loksins kominn fókus á þetta núna í þessari krísu. George Soros hefur t.d. skrifað talsvert um galla Evrunnar upp á síðkastið. Og varðandi lága vexti, stýrivaxtastefna Evrópu og Bandaíkjanna á uppgangstímum, með allt of lágum vöxtum var meðal annars það sem leiddi til hrunsins. Þegar lánsfé fæst nánast ókeypis myndast alltaf bóla. Vextir eiga að endurspegla þá áhættu sem í fjárfestingu felst. Mæli með grein í viðskiptablaðinu í gær þar sem minnst var einmitt á þetta. Vil líka minna á að það er fasteignakrísa í flestum löndum evrópu fyrir utan kannski Þýskaland. Lágir vextir, þó þeir hljómi vel til skamms tíma, eru engin töfralausn heldur, heldur geta hreinlega valdið skaða til langs tíma með því að hvetja fólk til að taka áhættu, án þess að meta rétt undirliggjandi hættur.

Með landbúnaðinn, jú það er rétt hjá þér yfir helmingur af styrkinum kemur frá ESB. En það er jafn slæmt kerfi engu að síður og talsvert verra en það var áður en Finnar gengu í ESB þegar niðurgreiðsla var 10%. En það er rétt hjá þér, við Íslendingar erum að niðurgreiða að meðaltali aðeins meira en meðaltalið í ESB. Bæði er bara ömurlegt í mínum huga. Ef engir tollar væru til, engir skattar, bara frjáls landamæralaus flutningur á vörum, væri meðalverð matvæla samt hærra hér en annarsstaðar. Við búum á eyju, það kostar að flytja hluti hingað

Ástæðan fyrir lágu matvælaverði í Evrópu er niðurgreiðsla og hvaðan koma þeir peningar? Frá skattgreiðendum. Borgar 0,6 kr. með skattinum og 1 kr. í búðinni, heildarkostnaðurinn er sem fyrr 1,6kr. Fyrir utan að á leiðinni frá skattinnheimtu í lágt matvöruverð tapast svakalegir peningar eins og venja er í ríkisreknu bákni.
Með fiskinn, þá er ég sammála að þetta eru tveir hlutir, sem báðir hafa áhrif á viðhald stofnsins. Ég var aðallega að benda á hversu ónýtt kerfið er í ESB. Veiðiheimildir eru ákveðnar af pólitíkusum sem eru undir þrýsingi frá atvinnugeiranum (það eitt og sér er svipað og hér) en við það bætist rifrildi á milli landa um skiptinguna. Þetta hefur valdið því að enginn getur sæst á heildar veiðiheimildir og pólitíkusar keppast um að hækka veiðiheimildir fyrir sína umbjóðendur. Staðreyndin er sú að kerfið er að drepa stofninn.