jæja, ég kíkti á hann.
það eru nánast engar upplýsingar um þennan bíl. Hann er þó skráður 220 hestöfl

.
Mér finnst alls ekki MJÖG ílla sprautaður. Þetta sleppur alveg og er í stíl við kittið sem ég er ALLS ekki að fíla, en þetta virðist þó vera vel gert.
Ég sá ekkert ryð nema nokkrar yfirborðsbólur sem var búið að bletta í nema kannski tvær þeirra.
Það var mikil fúkkalykt í honum, hann lekur eflaust og það er fljótt að eyðileggja teppi og slíkt.
Áklæðið á sætunum virðist vera "zip on" þarf nú kannski ekki að vera verra fyrir það en allavega eru sætin góð.
Smá olíuleki undir honum en slíkt getur auðvitað verið dýrkeypt. Eflaust er talsverð áhætta í þessum bíl en eins og alltaf þá er þetta bara spurning um verð.
Það hefði verið gaman að skoða þenna RS replica bíl til samanburðar.
Svo eitt í viðbót, það hlýtur að vera 2.7 lítra vél í honum - ég veit ekki til þess að það sé til 2.6 lítra vél, nema hún sé t.d. 2641 og kölluð 2.7 af Porsche. En mér er svosem sama um það, 220 hestar í 1120 kílóa bíl er alls ekki slæmt.
Hvað ætli myndi kosta að taka brettin af, skipta um og setja "venjuleg" turbolook bretti og sprauta svo?
Hröðun ætti þá að vera í kringum 6.1 sek ef þú getur stigið á kúplinguna án þess að fótbrjóta þig og bensíngjöfina án þess að stíga á bremsuna
