Ég þakka fyrir samkomuna, djöfull voru menn harðir að taka blæjuna niður í þessum skítakulda. Ég held að ég hafi náð mér í kvef í sólinni í dag á mínum með miðstöðina á fullu

En sem betur fer missti ég af ykkur og lá því leiðin í ísbúðina í Vesturbænum. Maður sá ekki eftir þeirri heimsókn, Porsche 911 og fallegur CLK á stæðinu.
En svo gerðist það, feitlaginn maður sem kenndur var við norðlenskt sjávarútvegsfyrirtæki gekk inn og þá allt í einu datt mér í hug, hver hafi keypt sexuna. Það reyndist rétt, á planinu var þessi glæsikerra og mikið djöfull var hann flottur.
Ef einhverjum fannst hann flottur á sýningunni, bíðið þið þá eftir að sjá hann í myrkri, þá fyrst erum við farnir að tala um SUDDAKERRU eins og Þröstur 3000 segir
Ég talaði aðeins við kallinn og hann virtist nokkuð sáttur og allt þetta á meðan þið vitleysingjarnir voruð á spóla á Sæbrautinni
Legg til að næsta samkoma verði haldin í ísbúðinni í Hagamel

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual