Já, þetta er rarität!
Annars, þá langaði mig að æfa mig smá við að lappa upp á leðrið. Tók smá bita af farþegasætinu, eftir að hafa fengið kennslu frá pabba, og var mjög sáttur með árangurinn. Við gott tækifæri stefni ég á að taka sætin úr bílnum, taka þau öll í gegn og djúphreinsa teppið í leiðinni.
Fyrir:
Eftir:

M.v. hversu lítill tími fór í þetta þá þykir mér árangurinn einstaklega góður. En svo það sé á hreinu, þá tók ég ekki allt sætið heldur bara þennan bita:

Ég ætla að taka aðra umferð á þetta (og restina af bílnum, búið að klára aftur í) fljótlega og verður þetta þá bókstaflega eins og nýtt.
Hér er svo innréttingin í bílnum í öllu sínu veldi:

Bara þetta klassíska. Kallast þessi útfærsla ekki "Exclusive"? Veit að þær eru tvær, en ekki viss hvor þetta er. Sama hver það er, þá er útbúnaðurinn alveg æðislegur! Þvílíkt gaman að sitja í þessum lúmska sófa, sem með smá hreyfingum breytist í algjör tryllitæki. Sjónvarp, rafstýrð sæti (með loftpúða

), hiti og glasahaldari. Gerist ekki betra!
Handfangið á armrestinu var orðið mjög ljótt og var það því vafið í ... carbon fiber.

Hvernig finnst ykkur þetta?

Hér er svo nærmynd af efninu:

Ég er að pæla að vefja allan viðinn í bílnum með þessu efni, en ætla þó að kynna mér niðurstöður hjá öðrum áður en ég fer í eitthvað svo dramatískt!
Kveðja,
Steini