Nei, ég held að það séu ekki til neinar myndir af þessu. Ég er með einhverjar myndir í símanum hjá mér, en ef einhver á almennilega mynd af tjóninu má endilega henda henni hérna inn.
ESAB hafði ekkert með þetta að segja. Ég bara misreiknaði mig. Helvítis tunnan var inná malbikinu í innanverðri beygjunni. Fór á hana með hægra hornið á svona 60 km hraða og skaut tunnunni einhverja 20 metra. Bíllinn skoppaði upp að framan og lenti að ég held ofan á tunnunni. Erfitt samt að segja til um það því þetta gerðist svo hratt. Mig bara stórlega grunar það það sem innra brettið er skakkt inn og upp. Frambitinn er í klessu og það eru brot í bitanum fyrir ofan ljósin. Ljósabracketið fyrir háa geislann brotnaði, svuntan var í laginu eins og
///M, brettið beyglaðist út á við, kastarinn alveg í klessu, vatnskassinn tæmdist á svona 4 sekúndum.
Leiðinlegt atvik
En það sem mig langar að vita er það, af hverju í andskotanum tunnurnar eru fullar af vatni? Það er nóg að hafa botnfylli svo þær fjúki ekki! Ég er ekki sá fyrsti til að keyra á svona tunnu, og alltaf skemmast bílarnir jafn mikið. Það var t.d. einn í krossinu um daginn heyrði ég sem fór með eitt hjólið á svona tunnu og grindarskekkti bílinn.
Eru þessar tunnur virkilega nauðsynlegar?