EfnisyfirlitÞað er svolítið sérstakt að vera búinn að selja þristinn. Í mínum huga var það og er heiftarlega góður bíll og í góðu standi. Ekki skemmir það fyrir að hann var líka ágætis looker! En, nýi bíllinn er heldur betur ekki síðri og má segja að hér sé mættur bíll sem hefur hingað til einungis átt stæði í draumabílskúrnum.
Þetta er E39 M5 og er með þeim fyrstu sem komu á götuna. Í dag er hann ekinn ~157.000 kílómetra, og með smá ást og viðhaldi mun hann koma til með að eiga heldur betur nóg af þeim í viðbót. Bíllinn er í nokkuð góðu ástandi, en það er kominn smá listi um þá hluti sem þarf að gera til að koma honum í optimal ástand (meira um það síðar). Eins og flestir E39 M5 kemur hann á götuna með aragrúa af aukabúnaði, en til að spara mér orðin ætla ég að pósta fæðingarvottorðinu:
Quote:
Order options
No. Description
401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC
438 WOOD TRIM
441 SMOKERS PACKAGE
508 PARK DISTANCE CONTROL (PDC)
609 NAVIGATION SYSTEM PROFESSIONAL
670 RADIO BMW PROFESSIONAL
672 CD CHANGER BMW FOR 6 CDS
753 HANDMADE
855 LANGUAGE VERSION ITALIAN
863 EUROPE/DEALER DIRECTORY
877 DELETION CROSS-OVER OPERATION
884 ITALIAN/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET
915 BODY SKIN CONSERVATION, DELETION
928 TYIRE CONTROL
Series options
No. Description
210 DYNAMIC STABILITY CONTROL (DSC)
216 SERVOTRONIC
261 SIDE AIRBAG FOR REAR PASSENGERS
302 ALARM SYSTEM
423 FLOOR MATS, VELOUR
430 INT/EXT RR VW MIRROR W AUT ANTI-DAZZLE
459 SEAT ADJUSTM., ELECTR. W. MEMORY
473 ARMREST, FRONT
488 LUMBAR SUPPORT DRIVER/FRONT PASSENGER
494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER
500 HEADLIGHT WASHER SYS/INTENSIVE CLEANING
520 FOGLIGHTS
522 XENON LIGHT
534 AUTOMATIC AIR CONDITIONING
548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING
555 ON-BOARD COMPUTER
710 M LEATHER STEERING WHEEL
775 INDIVIDUAL ROOF-LINING ANTHRACITE
785 WHITE DIRECTION INDICATOR LIGHTS
Information
No. Description
602 ON-BOARD MONITOR WITH TV
694 PREPARATION FOR CD CHANGER
Vægast sagt nóg að gera inni í bílnum.

To-do listinn er langur, en þó hef ég ákveðið að forgangsraða. Það sem er efst á honum er nánast allt mekanískt:
- Versla nýja bensíndælu (eru nokkuð tvær í E39 M5?)
- Inspection I eða II
- Þarf að athuga vatnslás nánar
- Þarf að skipta um aðra ventlalokspakkningu
- Ný dekk og jafnvel vetrarfelgur (líklegast að ég fari í 17")
- Olíuhæðaskynjari
- Það vantar einn lyftupúða f. tjakk
- Gæla við leðrið, setja lit í og bera á
Þessir hlutir (og fleiri) verða pantaðir í vikunni og meistararnir í Eðalbílum fá að sjá um að koma þessu fyrir.

Svo seinna meir væri gaman að huga að breytingum sem eru ekki nauðsnylegar, en skemmtilegar:
- Laga litinn á felgunum. Þykir þetta heldur dökkt og finnst alltaf eins og þær séu grútskítugar
- Svört nýru (mér þykir króm fara þessum lit illa)
- Skipta um innréttingu (kem með mynd af henni eins og hún er í dag, en mér finnst viðurinn ekki nógu sportlegur)
- Facelift ljós að framan og að aftan
- Roof spoiler
- Carbon fiber diffuser
- Fleiri smáatriði
Það verður alveg nóg að gera, svo það kæmi mér ekki á óvart að sjá þennan lista styttast næsta sumar. En nóg af því, hér eru nokkrar lélegar myndir sem ég tók rétt eftir kvöldmat og eru þær vægast sagt hundlélegar og ég lofa betri myndum á næstunni.



Það eru Remus endakútar undir honum, alveg 3.5" hver stútur.

Þarf að taka diffuserinn af til að pússa þetta almennilega.



Ég er sáttur með mitt.

Ótrúlegt að keyra þetta, aflið er alveg brjálað og ekkert grín að beisla það. Þori lítið að þeysast áfram á þessu og DSC límt á. Kem til með að spyrja á fullu um hitt og þetta sem kann að tengjast þessum bíl. Vona að þið getið hjálpað mér.

Kveðja,
Steini