Jæja, ætti löngu að vera búinn að gera þráð en ég keypti mér þennann í febrúar á þessu ári. Þetta er fyrsti bíllinn minn og ég keypti hann á 16 ára afmælisdaginn minn

BMW E39 2000 árgerð
2,5 bsk. 6cl 170 (raun 182 + tölvukubbur og K&N sía)
Keyrður 211.xxx
Í byrjun var bíllinn ekki í merkilegu standi. Framstuðarinn í ruglinu, ABS skynjari farinn, upphengja og fleira.
Þessu var öllu kippt í liðinn fljótt.


Það sem ég byrjaði að gera þegar ég keypti hann var að kaupa Nokian nagladekk undir hann þar sem dekkin sem hann var á voru handónýt, síðan fylgdi ABS skynjarinn upphengja og slíkt til að hafa þetta allt í góðu. Síðan tók ég smá alþrif á honum með pabba að utan sem innann, en eitthverra hluta tókum við bara myndir af honum að utan


Og ein mynd með felgumiðjunum á sínum stað


Stuttu eftir að þessar myndir eru teknar ákvað alternatorinn að klikka og þá kom að því að skipta um hann. Festi kaup á notuðum alternator og fór úr 90-amperum í 140 og bara sáttur með það.
Síðan þegar líða fór á veturinn fór ég að pæla í að kaupa mér annann felgugang til að hafa hann á í sumar. Keypti felgur af 740 bíl og Bridgestone Potenza dekk


Svo svona í tilefni sumars ákvað ég að skella angel-eyes perum í hann, en þær sem voru í honum voru ónýtar
Keypti mér bláar og mér finnst þetta snarlooka!

(þetta er að sjálfsögðu 10x flottara í myrkri

)
Síðan þá hef ég lítið gert þangað til um daginn. Ég keyti þá leður í hann með tilheyrandi húllumhæi. Það reyndist vera skemmtileg aðgerð þar sem það þurfti að skipta um snúrurnar í stólunum útaf hitanum í sætinu, en það reddaðist síðan fyrir rest

Þetta var síðan útkoman


(Ef eitthver veit hvar ég get fengið hentuga tappa í götin í spjöldunum væri sú ábending vel þegin

)
Ég er mjög ánægðu með framförina á bílnum og ætla bara halda áfram hægt og rólega með hann

og bíða eftir bílprófinu
Endilega komið með ykkar skoðanir og ábendingar

-------------------
Shadow- eða Chromeline?

