Er með rauðann bmw e36 sedan til sölu.
96 árgerð.
Bsk.
Boddý keyrt um 17x.xxx
Vél úr e46 316 sem er væntanlega keyrð um 120.xxx get ekki sagt með vissu hversu mikið.
Pluss áklæði.
Topplúga.
Bíllinn þarfnast lagfæringa svo sem:
Pústviðgerða (það vantar undir hann hvarfakútinn og pústið fór í tvennt)
Það þarf að skipta um ljós að aftan vegna bremsuljósanna.
Það er bremsuljós á honum sem á eftir að kanna, en samkvæmt áliti frá bifvélavirkja er það ekki vegna diska né klossa. Og það er nýlega búið að skipta um vökva á kerfinu ásamt því að skipta um slöngur og bremsuborða.
Síðan er einhvað sem ég er ekki viss hvað var varðandi jafnvægisstöng hægra megin að framan.
Síðan var mér sagt að það væri einhver leki úr bensíndælunni og þyrfti að fara að skipta um á gírkassanum.
Þokuljósin virka heldur ekki útaf vírunum, það þarf að skipta um þá (vírana þ.e.a.s.)
Það sem er búið að gera:
Skipta um alternator
Skipta um rafgeymi
Skipta um startara
Skipta um bremsuvökva
Setja nýjar bremsuslöngur
Skipta um borða að aftan
Það fylgja einnig með bremsuklossar
Útlitslega séð gæti hann verið betri, framstuðarinn er ekki alveg í toppformi eftir að ég rakst utan í einu sinni og síðan eftir grjótkast.
Það er skeina á afturstuðaranum eftir einhvern hálfvita.
En annars lítur hann mjög vel út og er mjög fallegur á litinn.
Það eru undir honum 2 sumardekk og 2 heilsársdekk á felgum og fylgja með nagladekk á koppum.
Hann er fínn að innan fyrir utan bónklessur sem fóru yfir aftursætið en ég á efni til að gá hvort ég geti ekki reddað því fyrir sölu.
Síðan er hitt og þetta smáræði í bónus í skottinu s.s. viftureimar og eitt stykki angel eyes hehe

N.B. bara eitt stykki.
Einhverjar spurningar væri best að fá í gegnum síma 6162628 en getið líka sent e.s. en það tekur bara lengri tíma.
Hann ER með skoðunarmiða 11.
Ég ætla að selja hann í núverandi ástandi, það er einhvað dúllerí en ég efast um að það sé neitt svakaleg vinna að koma honum á rétta braut aftur. Þetta er alveg frábær bíll og gott að keyra hann og ég vil að hann fari í hendurnar á einhverjum sem ætlar að sinna þessu öllu vegna þess að ég hef hvorki fjárhaginn né kunnáttuna til að gera þetta allt sjálf.
Ég á þvi miður ekki mynd né myndavél en þessi er í sama dúr, nema orginal framstuðari og rauðir listar á mínum.

Verð: Tilboð. Vegna þess að ég veit ekki hversu mikil vinna er á bakvið þessar viðgerðir get ég ekki sett á hann verð þvi ég veit ekki hvað er sanngjarnt fyrren ég fæ einhver boð í hann.. en ætli ég myndi ekki taka besta boðinu.