Aron Andrew wrote:
JonHrafn wrote:
Hreindýr næstu helgi

Hvernig gekk?
Ég var fyrir austan núna um helgina, það var þoka á laugardeginum og við vorum í 14 klst að rúnta um svæðið og leita að dýrum, neðar biðu menn í röð eftir að komast í einu hjörðina þarna, við vildum ekki taka þátt í svoleiðis veiðum.
Svo á sunnudeginum þá vorum við fyrstir á svæðið og guideinn rak augun í hjörð 5-6 km frá veginum, ég náði að veiða mitt dýr úr þeirri hjörð.

Skotin af 100 metrum með 150 gr kúlu. Veturgömul kú, skrokkurinn var 27kg strípaður
Þetta var nokkuð skemmtilegt en ég held að ég muni sækja um tarf í framtíðinni, maður öfundaði mennina með 100kg tarfa

20km labb á laugardeginum, á skaganum sem skilur að mjóafjörð og seyðisfjörð. Fundum tarfahjörð um kl 19 en þeir fengu vind af okkur þegar við vorum komnir í 300m færi og spretti í burtu. Við eltum fram í myrkur en þá voru þau að vinna sig upp klettabelti. Ótrúlegar fjallageitur.
Á Sunnudeginum hafði gædinn fréttir úr flugi að það væri lítil hjörð á Gagnheiði, við þangað og náðum að fella tarfin. Sirka 10km labb þann dagin.
Eina vitið að sækja um tarfa :þ sendum 103kg skrokk ( fláðan og snyrtan) í úrbeiningu í fyrra,, sirka 95kg núna.