Sælir,
Keypti mér þennan skrjóð af arnab hér á spjallinu. Bíllinn er orðinn svolítið lúinn en keyrir ágætlega og margt gott við hann.
Ætla að nota þetta í vetur á meðan hinn er inni.
Bíllinn er '95 árgerð ek. 197þús og er ssk.
Snyrtileg svört innrétting sem er órifin og fín.
Komið ryð í afturbretti og hægri síls og einnig framan á húdd. Annars ágætur hvað það varðar. Ljót göt líka á skotti eftir RISA spoiler sem fylgdi með.
Keypti bílinn sem ógangfæran og óskoðaðan vegna mengunar og handbremsu.
Er búinn að gera eftirfarandi:
Bíllinn fór í gang með ný hlöðnum geymi. Hleður fínt.
Þjófavörn var að lama hann eitthvað en Árni S reddaði mér fjarstýringu frá fyrri eiganda svo því er reddað
Handbremsa var í ólagi en er búinn að laga það.
Gangurinn er enn mjög slæmur. Næst á dagskrá að finna út úr því.
Svo verður hann til sölu næsta vor svo þið getið farið að safna
Stel myndum frá fyrri eigendum. Þið skammið mig og ég tek út ef þið viljið

Hann er ekki á þessum felgum og kominn á hann stuðari. Ágæt mynd samt (betri hliðin

)
