Bjarkih wrote:
Þetta er ákkúrat það sem allt of margir eru að horfa framhjá sem eru að spá stórkostlegum efnahagsbata framundan. Vandamál USA og Evrópu er gríðarleg skuldaaukning ríkjanna. IMF spáði fyrr á þessu ári að meðalskuldsetning G20 ríkjanna færi úr 80% af GDP í 120% árið 2014. Framundan eftir það er því að minnka þær skuldir og t.d. í hagkerfi eins og USA þar sem 3/4 er drifinn áfram af einkaneyslu þýðir þetta algjöran hrylling.
Sama vandamál á við hér. Það að atvinnuleysi sé að lækka og einkaneysla að koma eitthvað tilbaka er ekki merki um að vandamálið sé búið. Síður en svo. Skuldasöfnun ríkissjóðs er bilun og eitthvað sem ekki er hægt að laga með skattahækkunum, heldur niðurskurð.
Í mínum huga er framundan slæmur áratugur í heiminum þar sem ríki skuldsetja sig allt of mikið til að koma efnahagslífinu í gang, en með sambærilegum hætti og í bólunni, eru í raun bara að búa til óraunverulegan hagvöxt á kostnað framtíðarinnar með lántöku.
Svartsýnisraus dagsins.