Hannsi wrote:
SteiniDJ wrote:
íbbi_ wrote:
heyrði mann í útvarpsviðtali um daginn tala um að það væri skylda okkar sem þjóðar að hugsa frekar um hagsmuni heildarinnar heldur en okkar sjálfra, og leggja okkar af mörkum við að vinna að jafnari lífskjörum 500 milljón manna...
Sannkallaður kommúnisti sá maður.
Persónulega hef ég engan áhuga á að bæta lífskjör þeirra sem ég mun aldrei sjá, heyra af eða kynnast á nokkurn hátt. Ég er eigingjarn og ósanngjarn, en ég er bara í takt við heiminn.Sem er að mínu mati versti galli mannkynsins, við viljum að okkur líði vel og er skít sama um fólkið sem hefur ekkert því við þekkjum það ekkert.
Sama hvað þið seigið þá er þetta bara bláköld staðreynd.
Ég myndi ekki segja að mér væri skítsama, heldur breytir það litlu fyrir mig. Þrátt fyrir það vil ég þeim ekkert illt en eins og staðan er í dag þá varðar það mig ekkert hvernig aðrir fyrir utan landsteina okkar hafa það. Við ættum að einbeita okkur að okkur og hugsa um aðra þegar við getum hugsað um okkur sjálf.
Galli eða ekki galli, myndi segja að þetta væri hvorugt. Við eigum við stærri vandamál að stríða sem eru í mínum augum stærri galli. Hinir hæfustu lifa af, þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf vera. Það er líka bláköld staðreynd.