varðandi flengingar á stórum bílum þá
hefði ég auðvitað átt að taka það fram, en ég var að
hugsa um afturhjóladrifs bíla.
ég get skilið að vw phaeton hafi ekki hentað vel til
flengingar. Það geta verið margar ástæður fyrir því.
mér dettur í hug nokkrar.
í fyrsta lagi, bíllinn yfir 10m.kr láns-sýningar-bíll,
maður tekur
varla mikla sjensa með svoleiðis. er svo ekki bíllinn
með eitt fullkomnasta fjórhjóladrif, sem er aðstoðað
af bestu tölvutækni, svo að bíllinn missir aldrei
grip. síðan gerir maður ekki miklar æfingar fyrr en
maður hefur kynnst bílnum við, "on the limit" aðstæður.
fyrst kannski í hálku, þá bleitu og þá kannski má skoða
aðstæður sem henta til að losa afturendann í þurru.
ég held að það sé auðveldara að halda stærri bíl í
"drifti", meiri þungi sem er komin á skrið, og lengra
á milli hjóla. ég veit það ekki, en ef við tækjum td
82 323i og 82 745, í aflíðandi slæd, þá held ég að sá
sem væri á 323i hefði meira að gera á stýrinu, miðað
við jafna gjöf. ég er ekki að staðhæfa, held það bara.
Varðandi sjálfskiptingar á bmw, ég hef ekkert út
á þær að setja, mjög skemmtilegar, en fyrir þá sem vilja fulla stjórn
allann tímann, þá er beinskiptur the way to go.
svo ég taki annað dæmi, aflíðandi beygja á góðri
ferð með góðri gjöf (nálægt limiti), þarna væri vont að fá
allt í einu óumbeðna niðurskipting. en kannski
má e-ð læra inná þetta, eða stjórna (steptronic)?
góðar stundir
_________________ 'BMW, designed by Germans, driven by tossers' J.C.
|