Eins og ég sagði áður þá finnst mér það skipta máli að þessi klúbbur setji sér lög og starfsreglur og marki sér stefnu. Það þarf í það minnsta að vera komið á hreint áður en næsta árgjald kemur til greiðslu.
Ég tel að farsælast yrði fyrir klúbbinn að kosið sé í stjórn þó það sé ekki nauðsyn að gera það akkúrat núna - eftir ár væri í góðu lagi.
Hvert er stefnt með starfinu hér? Á þessi klúbbur að vera "Official BMW Club" og þá efast ég um að það samræmist móðurklúbbnum í Evrópu að félagar klúbbsins ráði ekki starfinu og sömuleiðis efast ég um að það sæmræmist móðurklúbbsreglum að áhugamannafélag sé í eigu einstaklings. Ég hef hinsvegar ekki athugað þetta, síðan liggur nefnilega niðri hjá þeim… ég gæti því haft rangt fyrir mér í þessu.
Ef að ekki er kosið í stjórn þá hafa meðlimir í raun ekkert að segja um starfið - geta látið í sér heyra eins og allir en hafa ekkert vald.
Hér er sýnishorn af samþykktum fyrir áhugamannafélög.
http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/synishorn_ahugafelag.doc
Hefur verið farið í saumana á reglum sem lúta að áhugamannafélögum? Eftir því sem mér skylst þá er núverandi fyrirkomulag á mörkum þess að geta talist áhugamannafélag. Munurinn liggur í því að í áhugamannafélagi þá sameinast meðlimir um að reka félagið og halda starfseminni uppi. Núverandi fyrirkomulag er meira í ætt við hefðbundinn rekstur fyrirtækis þar sem ákveðin þjónusta er veitt fyrir gjald.
Þetta bíður uppá allavega tvö vandamál, annað þeirra lítur að skattareglum og hitt lítur að því svigrúmi sem er þá til staðar fyrir annan áhugamannaklúbb um BMW með hefðbundnu formi og þá jafnvel “official”.
PS, ég er búin að borga félagsgjaldið og vil með því þakka fyrir það góða starf sem hefur verið unnið af hendi frá stofnun klúbbsins. Ég tel hinsvegar ekki líklegt að ég muni greiða félagsgjald að ári liðnu nema formi klúbbsins verði breytt á þann hátt að þeir sem mynda klúbbinn geti haft áhrif stefnu og þróun klúbbsins.
Það er MJÖG mikið af góðu fólki hér sem að ég myndi treysta til stjórnarstarfa, sumir þeirra eru þegar í stjórn en til viðbótar má nefna fróðleiksbrunnana Svezel, Alpina, djöfulinn, Gstuning, Fart, Stefán og nokkra í viðbót.
Ég hef þegar lýst því yfir að ég hafi áhuga á að vinna að framgangi klúbbsins, ég hef hinsvegar sýnt mitt framlag hingað til með því að vera “ofvirkur” á spjallinu
