Ég mæli með Crash Plan (
http://www.crashplan.com).
Clientinn er frábær. Það er hægt að afrita gögn heim til vinar (sem er líka með Crash Plan, og öll gögnin eru dulkóðuð). Og það er hægt að afrita gögnin til Crash Plan (kostar svipað og Mozy). Einnig eru einhverjir local backup möguleikar sem ég hef ekki skoðað ennþá (t.d. á flakkara sýnist mér).
Ég prófaði Mozy líka og henti því út eftir smá tíma. Það tók sig til allt í einu og ætlaði að uploada öllu efninu aftur. Það var alltaf að missa tenginguna við serverana (fyrsta backupið tók rosalega langan tíma, á meðan Crash Plan gerði þetta hratt og örugglega). Restorið var einnig frekar slappt. Svo þegar ég setti vélina aftur upp (frá grunni) þá var engin þægileg leið til að segja Mozy að þetta væru sömu gögn, heldur heimtaði forritið að fara í eitthvað samanburðarferli sem tók soldin tíma (nokkra daga), á meðan Crash Plan býður upp á eitthvað ID númer sem maður slær inn á nýuppsettri tölvu til að segja forritinu að þetta sé nú sama talvan og gögnin þau sömu (hér geri ég ráð fyrir að slóðin á gögnin hafi ekki breyst).
Svo mæli ég nú líka með allavegna einu local afriti þar sem maður er mun fljótari að endurheimta gögn úr því (online afrit eru hugsuð sem vörn við bruna, þjófnaði, o.s.frv.)
Kv.
Eggert