Þekki hann aðeins, átti bílinn frá 14. ágúst 1996 og seldi hann í febrúar 1997 á Ísafjörð.
Upphaflega var það s.s. hermaður af "vellinum" sem keypti hann nýjan af Bílaumboðinu, það þótti saga til næsta bæjar þegar þessi bíll var afgreiddur út með öllum þessum búnaði. En þessi ágæti hermaður náði ekki að halda honum á fjórum hjólum lengi því hann crash-aði honum á Reykjanesbrautinni, meira að segja fór hann nokkuð illa var mér sagt. Það fylgdi svo sögunni að hann hafi ekki náð að keyra hann þúsund kílómetra áður en hann crash-aði honum. Svo voru það held ég feðgar sem keyptu hann, þá beint af hermanninum, og gerðu hann upp (því kemur líklega ekki tjónaferill á ferli).
Þegar ég keypti hann, þá af "Bifreiðum & Landbúnaðarvélum" lét ég kanna allt út og suður og það fundust einhverjir vankantar á þessari viðgerð, en þóttu þá ekki svo alvarlegir, allvega átti ég bílinn og naut hverrar mínútu á honum.
Ég vissi af tjóninu og um það bil sem ég eignast bílinn var byrjuð að myndast sprunga í afturbrettið við hurð, (sú sem sést frekar stór á myndunum). Sá sem keypti hann svo af mér fór með hann í heilmikið check áður en hann keypti hann og átti svo bílinn í mörg ár, ég ræddi einmitt við son eigandans á Ísafirði í kringum 2000, þá var bíllinn mjög góður að sjá og var sparibíll hjá fjölskyldunni
Vonandi smá innlegg í sögu þessa ágæta bíls.
KV. njalli