Getur einhver hérna útskýrt fyrir mér afhverju viðmiðunnarverð á BMW og Benzum er alltaf LAAAAAAANGT undir ásettu verði? (Er að skoða bíla yngri en 7 ára gamla)
Ég myndi alveg skilja einhverja nokkra hundraðkalla þarna í mismun ef bíll er lítið ekinn, vel með farin, með einhverjum aukabúnaði eða búið að dytta eitthvað að þeim en ég er bara ekki alveg að fatta afhverju bílarnir eru kannski 1-2 milljónum yfir viðmiðunnarverði á bílasölum. Svo þegar maður biður bílasalana að reikna út verðið á bílnum skv kerfinu þá kemur svipað verð út og viðmiðunnarverð, kannski örlítið hærra.
Búin að vera að skoða mikið af þessum bílum og var farin að hafa áhyggjur af því að BMW og Benz eigendur væru nett veruleikafyrrtir

Fyndna er svo ef maður skoðar viðmiðunnarverð á öðrum bílum, m.a. Hondum að þá eru þau verð alltaf akkúrat eða kannski 100-200 þús undir bílasöluverði.
Hringdi m.a. niðrí Bílaland og þar sagði hann að ákveðin bíll sem við vorum að skoða væri metin á 2.5-2.6, þessi tegund af bílum skráðir allt upp í 3.9 og eru kannski tilbúnir að lækka þá niður í 3 millur. 3 millur er ennþá yfir meðalverði eins og ég best sé þetta.
Væri frábært ef einhver gæti útskýrt þetta fyrir mér, þ.e. afhverju ég ætti að borga verð sem er langt yfir matsverði

(Þetta er ekki meint sem neitt diss svo engin fari að misskilja þetta eitthvað, er bara búin að vera á bílasölum alla vikunna að skoða bíla og ég er komin í marga hringi)