Zed III wrote:
Ég næ ekki alveg meiningunni með seinni hlutanum á þessu. Útskýrðu þetta aðeins betur.
Þeir sem leggja inn pening í banka (innistæður) fá gjarnan hærri vexti en þeir sem kaupa Senior skuldabréf þar sem að Senior bréfin eru rétthærri ef til gjaldþrots kemur. Þau eru tryggð með eiginfé bankans svona álíka og 1. veðréttur. Innistæður eru víkjandi á eiginfé (nánast) þar sem innistæður eru ekki forgangskröfur.
S.s. þeir sem kaupa rétthátt skuldabréf sætta sig við lægri ávöxtun þar sem þeir eru betur tryggðir, og þeir sem eru með innistæður fá hærri ávöxtun út á meiri áhættu.
Neyðarlögin gerðu skuldabréf íslensku bankana nánast verðlaus, kanski að við sjáum á bilinu 10-30% endurheimtur.
Þannig að... ef að amma þín var skynsöm og setti allt spariféð sitt í skuldabréf á t.d. Kaupþing og fékk 5% vexti, en frændi þinn vildi fá 15% og setti þetta því í innlán, mun amma þín bara fá 30% af sínu (MAX) en frændi þinn allt.
Neyðarlögin breyttu goggunarröðinni á mjög ósanngjarnan hátt. Þar lofaði ríkið að borga allar innistæður, líka erlendis, þegar þær hefðu í raun átt að mæta afgangi.
Það eru líka massífar lögsóknir á hendur Íslenska ríkinu vegna neyðarlaganna í burðarliðnum hjá stórum skuldabréfaeigendum þar sem þeir telja sig hafa verið hlunnfarna (líkt og margir Íslenskir sparifjáreigendur).
Mín skoðun er að þeir sem tóku erlendu lánin eiga rétt á einhverskonar bótum/leiðréttingum frá lánafyrirtækjunum ef dómstólar dæma þannig í málunum, en.. menn eiga þá að þurfa að sækja sinn rétt eins og aðrir til viðkomandi fyrirtækja. Ef menn eru svo óheppnir að viðkomandi fyrirtæki er farið í þrot út af dómunum þurfa menn að sækja bæturnar í gegnum dómstóla. Með því að taka lánin ferð þú í viðskiptasamband við þetta fyrirtæki, tekur áhættuna á þessu sjálfur. Nákvæmlega eins og að ef þú borgar ekki lánið getur Avant/Lýsing ekki sótt greiðslufallið til ríkisins.
Núna kemur bara í ljós hversu margir geta sótt rétt sinn, hvað mörg af þessum fyrirtækjum hafa capital í að borga eitthvað til bara ef þannig verður dæmt.
Fólk sem vildi taka minni áhættu og tók því gamaldags Íslenskra krónu verðtryggingalán á ekki að borga þeim sem tóku erlend lán. Hvaðan haldið þið að peningarnir frá ríkinu komi eiginlega???? Ef að ríkið á að punga út fyrir þessu líka.. þýðir það hærri skatta og álögur, minni þjónustu, menntun...... o.s.frv. Er réttlátt að þeir sem tóku ekki erlent lán borgi það líka?