Mig langaði að skrifa þetta fyrir áhugasama og fyrir þá sem eru í svona hugleiðingum einnig - þið getið sent spurningar á mig í PM ef þið viljið einhver svör við að keyra í "furðulegum" löndum í Evrópu og ég skal hjálpa eftir fremsta megni.
Ég og Geirinn keyrðum fjölskyldubílinn BMW X5 4,4i frá Cuxhaven til Skopje í Makedóníu með útúrdúrum og stoppum, en ekki of miklum stoppum, vorum í smá tímaþröng.
Ferðin okkar var í desember 2009.
Ferðin sjálfCuxhaven(DE) - Lestrem(FRA) - Lyon(FRA) - Monaco(FRA) - Pisa(ITA) - Forli(ITA) - Bari(ITA) - Igoumenitsa(GRI) - Skopje(MK)
Keyrðum í gegnum 8 lönd


Ferðin byrjaði á því að við flugum út til London og þaðan áfram til Frankfurt þar sem við hittum æskufélaga okkar og fengum að sofa hjá honum eina nótt. Þaðan tókum við lest upp til Cuxhaven og sóttum bílinn.
Cuxhaven er mjög furðuleg borg að mínu mati og eiginlega bara ógeðsleg. Við fórum hinsvegar inn á hreinasta McDonaldsstað í heimi þarna, það hefði verið hægt að sleikja gólfið.
Þegar við komum á lestarstöðina í Cuxhaven ákváðum við að labba á hafnarbakkann, þar sem að GPS tækið sagði að þetta væru ekki nema 1,2 km (GPS tæki ljúga alltaf, haha). Við löbbuðum með tvær þungar töskur í svona hálftíma áður en við komum á svæðið og þar þurfti að sækja spes mann sem talaði stakt orð í ensku og gat tollað bílinn fyrir okkur.
Ferðinni var heitið þaðan til Lestrem í Frakklandi þar sem ég var skiptinemi árið 2004-2005, hitta hina familíuna og vini. Við gistum þar yfir helgina og héldum svo áfram.
Næsta stopp var gistin við Lyon og þaðan fórum við beint til Monaco og stöldruðum við aðeins þar í nokkra klukkutíma að skoða Casino og flotta bíla, og við gistum rétt fyrir utan Monaco á ágætis hóteli.
Frá Monaco fórum við til Pisa og skoðuðum skakkaturninn (djöfull er hann skakkur maður... myndir segja bara hálfa söguna). Keyrðum svo þvert yfir Ítalíu og gistum í bæ sem heitir Forli. Þaðan brunuðum við beint til Bari þar sem báturinn beið okkar og við lögðum af stað um kl 6 um morguninn og GPS tækið sagði að við ættum ekkert að beygja fyrr en eftir ca 600km.... 600km beinn vegur. Við vorum mættir til Bari á réttum tíma og GPS tækið vissi ekkert hvað það var að gera inn í stórborg og ekki ég heldur sem ökumaður. Ítalir stoppa hvar sem er, hvenær sem er, keyra yfir á rauðu ljósi og er alveg sama hvað þeir gera í umferðinni.
Frá bari tókum við bát yfir til Igoumenitsa í Grikklandi og ferðinni var heitið beint frá Igoumenitsa til Skopje í Makedóníu.
Vegirnir og umferðÞýskaland:
Ekkert hægt að setja út á vegina í Þýskalandi og umferðin er mjög góð og greiðleg. Maður verður samt að drífa sig að taka fram úr flutningabílunum því maður veit aldrei á hvaða hraða næsti fyrir aftan er, og þeir spara ekki flautin og ljósablikk ef maður er "fyrir".
Holland:
Það sama á við um holland
Belgía:
Vegirnir góðir hérna, hinsvegar lentum við í umferðarteppu í einhverri stórborginni sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu, það tók smá tíma að keyra þar í gegn, en allar merkingar voru mjög góðar þannig að maður vissi alveg hvert maður var að fara.
Frakkland:
Að mínu mati var mjög þægilegt að keyra þarna. Umferðin var ekki of hröð og ekki of hæg. Hinsvegar er slatti af myndavélum, en þeim er greinilega alveg sama ef maður er á útlenskum númerum. Það var flassað á mig svona 5 sinnum og ég hef ekki séð neina sekt hingað til.
Ítalía:
Lang þægilegast að keyra á hraðbrautum á Ítalíu að mínu mati. Aldrei neinn fyrir manni og vegirnir glæ nýjir.
Grikkland:
Hólí-shit. Vegirnir eru mjög slæmir og hættulegir. Malbikið er svo gamalt þarna að tjaran er öll komin upp á yfirborðið og er stórhættulegt að keyra á hraðbrautum í rigningu. Merkingarnar hræðilegar og allar á grísku þannig að maður þurftu að giska og nota hagfræðistafróf til þess að vita nokkurnveginn hvert maður er að keyra. GPS tækið vissi ekkert hvað var að gerast þarna og sagði okkur að keyra einbreiðan veg sem var í meiri hlykkjum en Kambarnir upp á fjöll og niður fjöll þangað til við römbuðum inn á bensínstöð og gátum ælt útúr okkur hvert við værum að fara.
Makedónía:
Humm.... það er nú varla hægt að kalla þetta vegi. Enda er bílafloti þeirra ekki alveg í lagi. Moskvidds, Yugo og Trabant er 99% af bílaflotanum í Makdeóniu og vegirnir í stíl við það.
TipsÞað sem við tókum eftir var að það tekur alltaf lengri tíma að keyra allt, og ekki horfa á tímana sem GPS tækið gefur þér. Eina skiptið sem það var á réttum tíma var þegar við keyrðum 600km einn veg.
Vegatollar eru rosalega dýrir, sérstaklega í Frakklandi og Ítalíu. Mig minnir að við borguðum ca 80€ fyrir að keyra þennan 600km spotta + bensín náttúrulega.
Bensín er svín dýrt, aðallega vegna ISK og var að kosta að meðaltali 1,6€ per líter. Við tókum bensín á ca 500km fresti fyrir ca 150€ hvert skipti.
Gisting er ekkert dýr, ef standardinn er í lagi. Við vorum að borga ca 40€ fyrir twin herbergi á hótelum og við bókuðum alla ferðina þegar við vorum í Frakklandi. Það er hægt að hoppa inn á hótel, þar sem GPS tækið getur merkt það fyrir þig, en ef þú ert á high seasoni (sumar) þá myndi ég persónulega ekki stóla á það.
Grikkir og Ítalir eru ekki með tímaskyn í lagi. Þegar við fórum í bátinn var sagt að hann ætti að fara af stað kl 20:00, en við fórum ekki frá höfn fyrr en um 23:00. Bátsferðin átti að taka 8 klst, en tók 13 klst. Og starfsfólkinu var alveg sama og kinkaði bara kolli þegar maður spurði hvað væri langt eftir.
Ef bíllinn sem ferðast er á er slammaður, þá mæli ég með því að taka stuðaran af ef það á að fara í bát. Bátarnir eru vægast sagt ógeðslegt að innan og utan. Í bátnum voru NO-SMOKING merki um allt, en allir reyktu allstaðar og fengu home-made öskubakka með (plastglas með vatni) til að drepa í. Það voru reyndar bara Albanir, Grikkir og Tyrkir í bátnum og horfðu á okkur eins og við værum eitthvað skrýtnir að vera fara með bát til Grikklands.
Bensínstöðvar í Grikklandi eru furðulegar. Þú borgar manninum sem pumpar og hann rúnar verðið. Tókum bensín fyrir 202€, og ég lét hann fá 210€ og hann tók bara 200€ og sagði að það væri fínt. Ég mæli með að fólk telji peningana sína, Grískur félagi minn segir að þeir séu góðir í svindlinu.
Grikkir tala ekki ensku og reyna ekki. Þeir tala við þig til baka á Grísku.
Ef aka skal í gegnum lönd með landamæraverði, þá skal hafa alla pappíra reddí, það getur orðið vese. Við lentum í því í Makedóníu þar sem voru landamæraverðir, en það var búið að láta vita af komu okkar þannig að það var ekkert vesen og sérstaklega þar sem það var innfæddur með okkur á landamærunum sem gat eitthvað talað.
Ekki treysta of mikið á GPS tækið.. vera með venjulegt kort í bílnum líka.
Fyndið og skemmtilegtÁ vegi á Ítalíu héldum við að einn trukkabílstjórinn myndi drepa okkur og grafa okkur einhverstaðar því hann flautaði og flautaði og flautaði á okkur og blikkaði öllum ljósum. Við þorðum ekki annað en að stoppa á bensínstöð þar sem var MIKIÐ af fólki og athuga hvort hann myndi elta. En hann gerði það ekki.... við vitum ekki enn hvað við vorum að gera vitlaust. En við urðum skíthræddir.
Ekki panta mat af matseðli sem þú veist ekkert hvað er. Á Ítalíu fengum við einhvern slím-svepp á Pizzu sem við pöntuðum okkur og við kúgumst ennþá þegar við tölum um þetta. Þetta bragðaðist svolítið eins og .. hor?
Á Grikklandi var matseðillinn á grísku og það var ekki hægt að skilja neitt. Þannig að við báðum um mat með "gaggalagaggalagú".. og við fengum einhvern kjúklingarétt. Hinsvegar var kokkurinn á staðnum ekki mættur og þjónarnir byrjuðu að elda matinn okkar, það hepnaðist vel. Góður matur.
Ég ætla aldrei aftur að keyra innanbæjar á Ítalíu... ég vissi ekkert hvað ég var að gera... þetta var svona eins og keyra nýkominn með bílpróf. Bílar stopp allstaðar. Ég keyrði á móti umferð og það var einn sem lét mig vita af því. Bílar stoppa úti á miðjum vegi til að hleypa út og inn farþegum. Bara flókin umferð.
Í Grikklandi keyrðum við fjallabaksleið syðri - keyrðum svona 30 kílómetra á 3klst og sáum alltaf rosa hraðbraut fyrir neðan okkur en fundum aldrei neinn inngang á brautina. En fyrir rest náðum við þessu og komumst á rétta leið eftir mikið þras og pirring.
Inn í Mónakó vorum við stoppaðir af "landamæraverði", sem sagði okkur að hann hafi sjaldan séð Íslenska bíla hérna, en þó einhverja (Jón Ásgeir??). Spurði hvað við værum að gera hérna, við hvað við vinnum, hvert við værum að fara, hvað við ætlum að stoppa lengi, hvar við ætlum að gista, spurði um nafn og skráningaskirteini og fattaði ekki að eftirnöfnin á Íslandi eru furðuleg.... og það var skrýtnast að hann skrifaði þetta ALLT niður og sagði okkur svo að skemmta okkur vel. Bara furðulegt.
Það sem betur má fara næstReikna með fleiri dögum og ekki treysta GPS tækinu. Það tekur allt miklu lengri tíma að keyra. Við vorum búnir að ákveða að hætta að keyra alla daga um kl 17:00 og ná að chilla, drekka bjór og borða góðan mat. En við vorum yfirleitt aldrei komnir á hótel fyrr en um 21:00.
Muna eftir að lönd sem eru sunnarlega á korti taka siesta. Það var allt lokað í Pisa nema McDonalds.
Keyra minna - skoða meira. Það er rosalega þreytandi að keyra lengi.
Stoppa oftar en sjaldnar. Teygja úr sér og fá sér ferskt loft. Fylgja umferðarreglum og vera ekki fyrir

Ef einhver hefur einhverjar sérstakar spurningar eða vill vita meira - endilega spyrja

kv,
stanky