bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 12:01

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 35 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Wed 07. Jul 2010 20:06 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 05. Jun 2006 23:36
Posts: 523
Location: Rvk
Kvartmíluklúbburinn kynnir:

King Of The Street.

Þetta er 4. keppni sumarsins.
Hún fer fram laugardaginn 17. júlí 2010

Keppnislýsing:

Þetta er keppni fyrir götubíla. Samþykkt eldsneyti er eingöngu það sem selt er á bensínstöðvum, ætlað til götuaksturs.
Tæki skulu standast bifreiðaskoðun á staðnum,minniháttar frávik leyfð á pústkerfum,t.d ekki nauðsyn að hafa hvarfakút.
Dekkjabúnaður bíla verður að DOT eða E merktur og ekki stærri en 30 tommur á hæð ef um ET street, drag radial eða aðra götuslikka að ræða.
Það verður fylgst með því að menn séu að nota rétt bensín.
Þetta eiga semsagt að vera bílar sem eru keyrðir öðru hverju um göturnar en ekki bara á kvartmílubrautinni.

Keppt verður í sex flokkum á bílum og fjórum flokkum á mótórhjólum.

Bílaflokkar.
Bílar með drifi á einum öxli keppa í 4 flokkum:
4 sílendra
6 sílendra
8+ sílendra yngra en 1985
8+ sílendra eldra en 1985

Fjórhóladrifsbílar keppa í einum flokk:
4x4 flokkur

Jeppar, trukkar og pikkupar keppa í einum flokk:
Jeppaflokkur

Mótorhjól:
Racerar
799cc og minni
800cc og stærri
Hippar
999cc og minni
1000cc og stærri

Einnig verða þessi flokkar keyrðir, en þeir gilda ekki til titilsins King of the street.


Outlaw street - keyrður 1/4 mílu
númeraskylda og allt leyft.
keyrt heads up og pro tree

Opinn flokkur keyrður 1/8
Allt leyft
Keyrt heads up og pro tree



Til þess að taka þátt þarftu að hafa:


Gilt ökuskírteni
Skoðaðan bíl
Hjálm
Vera meðlimur í klúbb innan vébanda aksturíþróttarnefndar ÍSÍ
Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki
Þetta er á ábyrgð eiganda og keppanda

Keppnisfyrirkomulag.

Keppt verður eftir fyrirkomulagi sem kallast Second chance. Þetta kerfi er þannig upp sett að þú þarft að tapa tvisvar til að detta út.
Skýringarmynd er hér:
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=51796.0

ATH: það er einungis keyrt 1 run í hverri umferð, Þannig að ef þú klikkar í ferðinni þá getur það kostað þig sigurinn.
Keyrt verður á protree.

Allir flokkar verðir keyrðir þangað til að sigurvegar hefur fundist í öllum flokkum.
Þeir sem lenda í fyrstu 3 sætum í hverjum flokki, keppa um titilinn King of the street í hjólaflokki og bílaflokki,
Það verður keyrt með allt flokks fyrirkomulagi
(Keppendum er raðað upp eftir besta tíma hvers og eins og er byrjað á því að stilla saman lakasta og næstlakasta tíma.
Sá sem tapar ferð er úr leik, sigurvegari hverrar ferðar heldur áfram á móti þeim sem næstur er í tímaröðinni.)
Sá sem sigrar þann útslátt verður síðan krýndur King of the street



Dagskrá:

Fimmtudagurinn 15. júlí

19:00 – 22:00 Æfing fyrir keppendur / opinn æfing

Laugardagurinn 17. júlí

9:30 – 11:00 Mæting keppenda
11:00 Pittur lokar
11:05 Fundur með keppendum
11:15 – 11:45 Æfingaferðir
11:45 Tímatökur hefjast
13:20 Tímatökum lýkur
13:20 – 13:45 Hádegishlé
13:45 Keppendur mættir við sín tæki
14:00 Keppni hefst
16:25 Keppni lýkur
16:55 Kærufrestur liðinn
20:30 Verðlaunaafhending, staðsetning auglýst síðar
ATH: Dagskrá getur breyst ef keppendafjöldi verður mikill.


Upplýsingar um skráningu:

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast sendu þá eftirfarandi upplýsingar á netfangið:

jonbjarni@kvartmila.is

Nafn
Kennitala
Keppnistæki
Bílnúmer
Flokkur
GSM

Ég tek einnig á móti skráningum í einkapósti á Kvartmíluspjallinu.
Nánari upplýsingar í síma 8473217, Jón Bjarni

SKRÁNINGU LÝKUR föstudagskvöldið 16. júlí Á SLAGINU 22:00

Það fær enginn að keyra keppnisæfingu nema að vera búinn að skrá sig og borga keppnisgjöld.

Til að flýta fyrir skráningu þá er gott ef menn geta komið með þetta skjal útfyllt.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?a ... tach=44370
ATH það þarf bara að fylla þetta út einu sinni fyrir æfingu og keppni.

Keppnisgjöld verða að vera greidd fyrir kl: 23:59 föstudaginn 16. júlí.
ATH. Þetta er loka frestur á keppnisgjöldum nema eitthvað komi uppá hjá mönnum og þeir geti ómögulega greitt keppnisgjald á réttum tíma.
Enginn fer niður í pitt fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd.

Einnig ætla ég að biðja sem flesta um að reyna að millifæra keppnisgjöldin

Reikningsnúmerið er:
#1101-26-111199
Kennitala:
# 660990-1199

Keppnisgjaldið er 5000kr
KOMA MEÐ KVITTUN ÚR HEIMABANKA

ATH til keppenda.

Þeir sem mæta á keppnisæfinguna þurfa ekki að fylla út skráningarblaðið aftur.
ALLIR KEPPENDUR EIGA AÐ KOMA VIÐ Í FÉLAGSHEIMILINU OG FÁ DAGSKRÁ Á LAUGARDEGINUM ÁÐUR EN ÞEIR FARA NIÐUR Í PITT!!!!!!!!!!!

PITTUR LOKAR KL 11:00
ÞEIR SEM ERU EKKI MÆTTIR FYRIR ÞANN TÍMA FÁ EKKI AÐ TAKA ÞÁTT
ÞAÐ VERÐUR TEKIÐ HART Á ÞESSU Í ÞESSARI KEPPNI


Ef það eru einhverjar spurningar þá er ykkur velkomið að hringja í síma 847-3217, Jón Bjarni

_________________
Jón Bjarni
BMW 530D E-39 2002 MR.X :twisted:


Last edited by Jón Bjarni on Wed 07. Jul 2010 20:36, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 07. Jul 2010 20:13 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 10. Nov 2008 11:31
Posts: 311
Location: Reykjavík
Jón Bjarni wrote:
Kvartmíluklúbburinn kynnir:
Þetta er 4. keppni sumarsins.
Hún fer fram laugardaginn 17. júní 2010

:-s

_________________
BMW ///M5 2003
BMW e30 325i Cabrio M-tech I Marrakesh brown
BMW 318i 1999
Alpina wrote:
böðlagangurinn er svo óstjórnlegur að náttúruhamfarir halda sig til hlés þegar þú mætir á svæðið,, grínlaust


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 07. Jul 2010 20:37 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 05. Jun 2006 23:36
Posts: 523
Location: Rvk
Ampi wrote:
Jón Bjarni wrote:
Kvartmíluklúbburinn kynnir:
Þetta er 4. keppni sumarsins.
Hún fer fram laugardaginn 17. júní 2010

:-s

þú þarft bara aðeins að skreppa aftur í tímann :)

_________________
Jón Bjarni
BMW 530D E-39 2002 MR.X :twisted:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 09. Jul 2010 20:08 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
Ekkert að gerast uppi á kvartmílubraut um helgina?

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 10. Jul 2010 01:56 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 05. Jun 2006 23:36
Posts: 523
Location: Rvk
gardara wrote:
Ekkert að gerast uppi á kvartmílubraut um helgina?


það átti að vera æfing í dag laugardag en hanni var frestað til sunnudags vegna veðurs.

þú getur fylgst með hvenær æfingar eru á http://www.kvartmila.is/smf/

_________________
Jón Bjarni
BMW 530D E-39 2002 MR.X :twisted:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 10. Jul 2010 14:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Mig langar hrikalega að taka þátt :thup:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 10. Jul 2010 18:10 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 17. Sep 2004 02:24
Posts: 2195
Jón Bjarni wrote:
gardara wrote:
Ekkert að gerast uppi á kvartmílubraut um helgina?


það átti að vera æfing í dag laugardag en hanni var frestað til sunnudags vegna veðurs.

þú getur fylgst með hvenær æfingar eru á http://www.kvartmila.is/smf/


Var allt blautt í hafj í dag ?

Þetta er eins og með síðustu kvartmílukeppni,, henni var frestað frá laug yfir á sunnudag, og það eina sem var að veðrinu á laug var að það var smá vindur -- en sól, og það var engin sól á sunnudeginum og frekar kalt meirað segja :|

Má ekki æfa eða keppa þegar það er sól ? :lol: :lol: :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 10. Jul 2010 19:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 11. Mar 2004 18:20
Posts: 2074
Location: Keflavík
það var grenjandi rigning í hfj í dag

_________________
Gunni 8663170

BMW M5 Anthrazit Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 16. Jul 2010 22:08 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 05. Jun 2006 23:36
Posts: 523
Location: Rvk
Keppandalistinn:

Flokkur Nafn Tæki Merking
4cyl Sigurjón M. Jóhannsson Ford Sierra RS Cosworth 4/5
4cyl Ólafur Rúnar Þórhallsson Opel OPC 4/6
4cyl Kjartan Dofri Jónsson Nissan 240sx 4/7
4cyl Ellert Hlíðberg Nissan 200zx 4/8
4cyl Ólafur Örn Karlsson VW Golf GTI Edition 30 4/9
4cyl Brynhildur Anna Einarsdóttir Opel Astra 1.6 Turbo 4/10

6cyl Jón Þór Bjarnason Pontiac Fiero 6/5
6cyl Sigurður Sören Guðjónsson Nissan 300ZX TT 6/6
6cyl Daníel Hinriksson Toyota Supra 6/7
6cyl Sveinbjörn Sveinbjörnsson M3 BMW 1994 6/8

8cyl Ingólfur Arnarsson Corvette C6 8/5
8cyl Sævar Þrastarsson Corvette C5 8/6
8cyl Ingimundur Helgason 2007 Shelby GT 500 8/7
8cyl Sigursteinn U. Sigursteinsson Ford Mustang 8/8
8cyl Jón Borgar Loftsson Mazda RX8 LSX 8/9
8cyl Davíð Freyr Jónsson Pontiac Trans Am '98 8/10
8cyl Bæring Jón Skarphéðinsson Corvette C5 402 N/A 8/11
8cyl Kristján Stefánsson. 1993 Chevrolet Camaro Z/28. 8/12
8cyl AXEL DARRI ÞÓRHALLSSON CHEVROLET CAMARO 2002 8/13
8cyl Hilmar Jacobsen Saleen Sterling 2008 8/14
8cyl Aðalsteinn Jón Símonarson Mustang Cobra SVT 2003 8/15

MC Ómar norðdal Nova MC/5
MC Kristján Skjóldal Camaro 1969 MC/6
MC Friðrik Daníelsson Pontiac Trans Am MC/1
MC Kristinn Rúdólfsson Pontiac MC/8
MC Harry Herlufsen Chevrolet Camaro 1979 MC/9

4X4 Einar skúli Skúlasson Evo IX X/5
4X4 Höskuldur Freyr Aðalsteinsson Subaru legacy Outback X/6
4X4 Þórður Birgisson Mitsubishi eclipse gsx '90 X/7
4X4 Gunnbjörn Gísli Kristinsson Subaru Impreza WRX X/8
4X4 Gunnar Yngvi Rúnarsson Subaru Impreza GT WRX X/9

OF Stigur Keppnis Volvo 540 OF/5
OF Finnbjörn Kristjánsson Volvo krippa OF/2

Outlaw Daníel Guðmundsson mmc evo OL/5
Outlaw Ari Jóhannsson Chevrolet OL/6
Outlaw Rúdólf Jóhannsson Pontiac OL/7

Trukkar Bragi Þór Pálsson Dodge Ram T/5
Trukkar Sveinbjörn Hrafnsson Mercedes-Benz ML 63 T/6

800+ Arnold Bryan Cruz 2008 kawasaki zx H/5
800+ Ólafur Harðarson Yamaha R1 H/6
800+ Þórður Hilmarsson Hayabusa H/7
800+ Hafsteinn Eyland GSXR 1100 H/8
800+ Þórir Hálfdánarson Susuki Hayabusa 2008 H/9
800+ Davíð örn ingason Honda cbr 929 H/10
800+ Hallgrímur E Hannesson Yamaha R1 H/11
800+ Björn Sigurbjörnsson Suzuki GSXR 1000 Brock's H/1
800+ Brynjar Smári Þorgeirssson Suzuki Hayabusa 1300 2009 H/13
800+ Ingi björn sigurðsson yamaha yzf 2007 H/14

_________________
Jón Bjarni
BMW 530D E-39 2002 MR.X :twisted:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 16. Jul 2010 23:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
6cyl Sveinbjörn Sveinbjörnsson M3 BMW 1994 6/8

Hvaða ágæti aðili er þetta ????

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 17. Jul 2010 00:20 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 05. Jun 2006 23:36
Posts: 523
Location: Rvk
Alpina wrote:
6cyl Sveinbjörn Sveinbjörnsson M3 BMW 1994 6/8

Hvaða ágæti aðili er þetta ????


eigum við ekki bara að segja jájá.. ég kann ekki deili á honum..
bíllinn er með einkanúmerið bubbi

_________________
Jón Bjarni
BMW 530D E-39 2002 MR.X :twisted:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 17. Jul 2010 00:25 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 17. Sep 2004 02:24
Posts: 2195
Hann alpina veit alveg hver þetta er giska ég á,,, Hann var bara ekki með kveikt á radaranum þegar hann skrifaði þetta.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 17. Jul 2010 01:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jun 2006 14:39
Posts: 4778
þetta er bróðir hans JóaS (jóikef)

_________________
BMW E34 ///M5


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 17. Jul 2010 07:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
gulli wrote:
Hann alpina veit alveg hver þetta er giska ég á,,, Hann var bara ekki með kveikt á radaranum þegar hann skrifaði þetta.


Ég vissi af Bubba.....

en ekki að hann héti Sveinbjörn Sveinbjörnsson :shock:


þessvegna var ég að spyrja :arrow:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 17. Jul 2010 20:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Sep 2002 22:02
Posts: 3236
Location: Njarðvíkingur!
held að Bubbi hafi náð 13,9 á M3

_________________
E39 525d Touring ´03
Toy Yaris T-Sport ´02
Yamaha R1 ´05


Alpina wrote:
M5 er testosterone.... Pamela Anderson,,,,, vs 540 er lufsa með spælegg eða drengjabringu.......


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 35 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group