Þessi verður orðinn flottur næsta sumar.
Ég er búinn að leggja honum og ætla að fara að taka kælikerfið í gegn. Þegar það fór heddið í þessum bíl áður en ég fékk hann þá fór svo mikil olía í vatnsganginn að það er smá húð á honum öllum sem veldur verri kæligetu þar sem kælivökvinn er ekki allstaðar í snertingu við beran málm. Síðan stíflaðist vatnskassinn á sumum stöðum og þess vegna olíujukks sem var þarna og hann kælir orðið ekki nóg í lausagangi. Ég er búinn að útiloka allt annað svo það hlýtur bara að vera vatnskassinn svo ég ætla að láta skipta um elementið í honum.
Nýtt miðstöðvarelement kemur á næstu vikum frá Bretlandi og þá fer miðstöðin að virka aftur í þessum.
Það er komið í hann kasettu tæki úr E36 OEM BMW í staðinn fyrir Blaupunkt geislaspilarann með bilaða volume takkanum.
Síðan keypti ég felgur af HK Racing, 17" M Contour mjög illa farnar, ein brotin. Það er búið að gera við þær og rétta þær allar hjá Felgur.is, síðan fór ég með þær í HK Blástur og lét glerblása þær og núna eru þær í málun hjá Bílageiranum í Keflavík. Allt það dæmi er búið að kosta miklu meiri peninga en ég bjóst við

Og núna í kvöld skipti ég um framenda á honum með góðri hjálp frá Arnari Má,
ömmudriver. Sá framendi er að vísu í litnum Schwarz II en bíllinn í Diamondschwarz-metallic svo það er litamismunun, en ég mun láta mála framendan í vetur og hann verður orðinn allur í réttum lit fyrir næsta sumar.
Að lokum þá er hér ein léleg símamynd af afreki kvöldsins. Ég er bara sáttur með útkomuna

