Datt í hug hvort það væri ekki gaman að svona þræði eftir að hafa skoðað þráðinn hans Fart um Mini. So post 'em up bithes!
<L2c mode/>
Fyrir ísbíltúrana og rönnin:

Z3 M-Roadster '98. Hef átt hann í rúm 5ár og sé ekki fram á að selja hann í bráð. Æðislegur bíll sem gerir allt sem gott leiktæki á að gera.
Fyrir rúntinn og daily akstur:

E36 M3 US '95 - Kom á heimilið síðasta vetur og við hjónin erum gersamlega ástfangin af honum. Orðinn nokkurn vegin eins og við viljum hafa hann og verður ekki seldur.
Fyrir ferðalögin, búðarferðirnar, sorpuferðirnar og bara allt day to day beating:

VW Passat Tdi '01 - Ekinn 425þús km og að verða 2 ár síðan ég keypti hann. Ég er ekkert á leiðinni að fara að skipta honum út og þetta er líklega besti bíll sem ég hef átt....
Fyrir alvöru rönn og adrenalínfíkn:

Yamaha FZR600 '90 - Keypti þetta í maí eftir að hafa kæft mótórhjóladelluna nógu lengi. Virkilega sáttur með þetta hjól og þó það sé gamalt og þyki kannski ekki kraftmikið í dag þá upplifir maður hröðunartilfinningu og adrenalín kick sem fæst ekki á bílum.