Early Mini Cooper eru með gírkassa frá Midland, sem er líklega eitt mesta POS sem nokkur maður gæti hugsa sér að setja í high end bíl (mini frekar dýr bíll miðað við stærð).
Þegar ég kom til Frankfurt að sækja þennan heyrði ég strax að það var eitthvað virkilega bilað í gírkassanum, líklega legur farnar. Þá var tekið til við að semja og ég endaði á því að fá €700 í discount út af þessu, eða total tæplega €1000 í discount af €7000 bíl.
Ég var búinn að kynna mér að það væri hægt að fá uppgerðan Midland swap kassa frá UK fyrir c.a. 400-500 Euro ef maður skilaði þeim bilaða. Svo fann ég einn kassa til sölu á ebay og keypti. Planið var að smella honum í, og dunda sér svo við að skipta um legur í bilaða kassanum og selja svo, eða selja hann bilaðan.
Anyway.. brettið kemur með kassanum á og eftir smá skoðun (blasti við) sá ég GETRAG á kassanum... s.s. ég hafið óvart fengið Getrag 6 speed úr 2004 Cooper S. Þá kom upp issue, senda til baka og fá Midland eða vaða í Getrag Swap sem er að verða mjög vinsælt enda Getraginn alveg bulletproof dæmi, en Midlands geta hrunið hvenær sem er og hafa stuttann líftíma.
Anyawy.. er búinn að verða mér úti um allt dótið sem þarf í swappið s.s. Cooper S flywheel, kúplingu, slave, startara og gírkassa/mótorfestingu og svo allskonar smádót. Swappið í heild kemur til með að kosta rétt undir € 1000 sem er að mínu mati vel sloppið fyrir þetta öppgreid. Þá er reyndar ótalið það sem ég fæ fyrir gamla gramsið á Ebay, en vonandi næ ég einhverjum hundruðum Euro til baka.
Swappið ætla ég að gera sjálfur, enda er alveg frábært write up á netinu:
http://www.txwerks.com/images/Install_D ... k_Link.pdfÁætlaður tími í þetta eru 10 tímar.. það verður gaman að sjá hvaða margföldunarstuðul ég þarf á það
