gstuning wrote:
Þetta með besta flokkinn er ekki bara hvernig þetta verður stýrt heldur afhverjum þetta verður svo stýrt.
Er það málið að vera með atvinnu klíku pólitíkusa sem hjálpa helst sínum næstu heldur enn heildinni?
Það er þess vegna sem Besti flokkurinn hefur eitthvað fram að færa, að brjóta upp þetta munstur sem hefur myndast í atvinnu pólitík
á Íslandi sem er að þú þarft bara að komast inn og hvernig þú stendur þig er ekki aðal efnið heldur hvern þú þekkir og hverjum þú kynnist
þetta er allt stóri parturinn af íslensku atvinnu pólitík. Auðvitað byrja flestir pólitíkusar með viljanum og af hörku, enn það dregst úr öllum á endanum og þeir þurfa hreinlega bara að hanga inni og koma sér í nefndir og þá er þetta ágætt bara.
Hverju þeir skila af sér til þjóðfélagsins eða bæjarfélags er þeim ekki aðal umhugsunar efnið.
Góður pólitíkus þarf að vera smá hippi í sér uppá að vilja breyta, bæta fyrir aðra ekki bara sjálfann sig.
Sammála hverju orði en ég held að Besti flokkurinn sé ekki lausnin, vonandi hristir hann þó nóg upp í þessu þannig að lausnin komi fram. Framboð af góðu fólki sem kann til verka og vill vinna fyrir alla borgina.
Skrítið samt finnst mér samt skortur á lausnum í stefnum þessara flokka. T.d. ef einhver segir að hann ætli að lækka nefndarkostnað um 50% og setja það sem sparast í fjölskylduhjálp væri sá hinn sami að hrifsa til sín fullt af atkvæðum.