Hérna eru myndir af kraftaverkunum sem hafa gerst síðustu daga
Hérna er búið að setja 15" undir að aftan og verið að taka smá prufurúnt til að endurnýja gömul kynni, og svo var farið í að pólera.

Hérna er felga áður en við tókum glæruna af.

Hér er svo felga teipuð og flott og búið að bera á lakkleysi og flottheit

Hér er svo búið að háþrýstiþvo felguna og glæruna af, lookar rosa flott, en þurfti vinnu til að ná úr smávægilegum skemmdum.

Hér er svo eitt kvikindi komið í rennibekkinn og töluvert á veg komin.

Hér er búið að klára eina felgu. Til vinstri er felga sem er án glæru, hægri er búið að pólera uppí 1200pappír og fara með autosol álmassa.

2 done, 2 to go

Hér eru svo allar búnar, vantar bara eina á mynd.

Og á meðan beið bíllinn svona.

Svo var helgin enduð á því að rífa gamla kútinn undan til að smíða festingu fyrir nýja endakútinn. Nökkvaþungur djöfull.

Svo núna í kvöld, þá var farið í að smíða pústkerfi undir bílinn.. Dual 2" frá greinum að o2 skynjara. 3" single eftir það. 3" semi opinn turbo kútur og einn ryðfrír 3" inlet með 2x3" exit.
Hér er restin af gamla kerfinu komin undan, hrikalega ógeðslegt drasl.

Eitthvað verið að máta og bera saman bækur.

Snaróði suðumaðurinn sem smíðaði pústið

Þarna sést svo framan í kvikindið. Heitir Adam og er mikill snillingur á flestum sviðum(hann á 540i/6 touringinn sem Bjarki H og fleiri hafa átt hér)

Svo kom upp sú hugmynd að hafa þetta bara svona í extream DTM stíl.

Allt að gerast.

Og enn meira á ferðinni.

Endakúrinn kominn á sinn stað og verið að sníða í áttina að honum

Verið að græja o2 bunguna á pústið.

Allt komið undir og verið að stilla eitthvað af.

Og hér er verið að leggja lokahönd á verkið.

Hljóðið í pústinu er verulega viðkunnanlegt. Ekki endalaus hávaði, þyngra hljóð en oem, góður á lágum snúning og með rödd þegar gefið er. EKkert rice hljóð hér á ferð. Einungis smekklegt hljóð að mínu mati sem minnir smávegis á oem e34 M5 hljóðin sem ég hef heyrt af lausagangi og svo lætur M30 aðeins vita af sér á hærri stigum. Ég er verulega ánægður með þessa útkomu, enda var ég skíthræddur um að bíllinn yrði alltof hávær því túban sem átti að fara undir hann hafði ekki skilað sér í sendingunni frá bjb, en við ákváðum að prófa þetta og sjá svo til.
Fleiri myndir verða teknar af bílnum í heild þegar ég er búinn að þrífa hann alminnilega, spurning hvort ég láti soundclippu fylgja þegar ég er búinn að setja IE 292/292 ásinn í um helgina

Svo má geta þess að felgurnar verða til sölu núna í haust þegar ég legg bílnum. Þetta eru 17x8.5" felgur með et13. Áhugasamir geta haft samband, en ég mun gera auglýsingur þegar nær dregur.