Önnur driftkeppni sumarsins fer fram á Akstursíþróttasvæði AÍH við Krísuvíkurveg Laugardaginn 5. júní
Keppni hefst kl 13:00 og það kostar 500 kr inn. (frítt fyrir 12 ára og yngri)
Dagskrá:
9:00 Dómarar gefa út svæðið og æfingar hefjast.
12:00 Æfingum lýkur og hádgishlé hefst
13:00 Undankeppni hefst
14:00 Útsláttarkeppni hefst
Það er frjáls mæting fyrir keppendur á æfinguna, en þó þurfa þeir að vera mættir fyrir kl 12:00
Skráning er hafin
http://www.drift.is/keppnisskraning.htmlSkráningu lýkur kl 15:00 föstudaginn 4. júní
Til að keppa þarf að vera félagi í einhverju af aðildarfélögum ÍSÍ (t.d. BA, DDA, RCA, KK)
Skráning í DDA fer fram hér:
http://www.drift.is/skraningifelagid.phpFyrirkomulagi driftkeppna hefur verið breytt til hins betra og samræmt við keppnir erlendis sem gerir þetta allt mun skemmtilegra og opnara bæði fyrir keppendur og áhorfendur heldur en áður.
Við vekjum athygli á því að kaupa þarf keppnisskírteini frá ÍSÍBest er að keppendur greiði fyrir keppnisskírteinið inn á þennan reikning:
324 26 192
kt:530782-0189
Og prenti svo út kvittun fyrir greiðslunni og mæti með í keppni.
Hægt er að borga 10.000 kr fyrir allt árið í öllum greinum eða 1.000 kr fyrir dagsskírteini en þá fást ekki stig til íslandsmeistara.
(Vinsamlegast ekki kvarta við okkur yfir þessu því við ráðum engu um þetta)
Ef einhverjar spurningar koma upp er um að gera að spyrja hér á þræðinum.
Kv. Aron Andrew
fh. Driftdeildar