Jæja þetta hérna gerðist á leiðinni til Reykjavíkur um páskana.
Vélin áhvað bara að kveðja eitt kertið

Og eins og sést þá voru engar gengjur eftir þannig að þá hófst vesenið að redda þessu, ég vissi af viðgerðar setti hjá N1 en þeir áttu það ekki til þannig að nánast allur laugardagurinn fór í að leita að viðgerðarsetti fyrir 14mm viðgerðar gengjum en allar verslanir voru lokaðar sem hugsanlega gætu hafa átt þetta til, þannig að ég hringdi í Alpina og spurði hvort að hann vissi um einhvern sem gæti átt svona og hann benti mér á að tala við Einar Óla, þannig að ég hringji í hann og var svo ósvífinn að vekja greyjið manninn frá værum blundi, en snillingurinn reddaði mér og á mikið hrós skilið.
Og hér eru nokkrar myndir af þessu

hérna er verið að snitta fyrir fölsku gengjunum

Og hér eru hólkurinn og tappinn til að skrúfa gengjunar í og þær voru límdar í til öryggis

Hérna er græjan sem ég notað til að sjúga upp svarfið úr strokknum

Og hérna er hólkurinn kominn á sinn stað og límt í

Og kertið komið á sinn stað

tók reyndar ekki fleirri myndir en Aron Jarl reddaði mér öðru háspennukefli svo ég kæmist austur
_________________
Siggi
E23 735i
E32 740i 6 spd

E38 740d
E32 735i Shadowline Seldur
E32 740i Seldur
E32 740i RIP