Sælir meðlimir, ætla að leyfa þessu tryllitæki að hanga hérna inná kraftinum.
Tegund: BMW M5 e39
Árgerð: 1999
Ekinn: 131 þús km
Litur: Ljósblár
Innfluttur frá Þýskalandi 2006 og 3 eigendur á Íslandi
Vel búinn með öllu þessu helsta, leður, rafmagn og minni í sætum, speglum og stýri, rafmagn í rúðum, TV, navi og aksturstölva, magasín, 2falt gler, nálægðaskynjarar, xenon ljós o.fl
Bíllinn er ekki með topplúgu!
Ný míkróskorin Hankook heilsársdekk
Nýleg kúpling
Nýsmurður og þjónustaður hjá Tækiþjónustu Bifreiða (11.5.2010)
Bíllinn þarfnast smá aðhlynningar:
-Knastásskynjarar á útás
-Bremsuklossar farnir að þynnast
-Felgur flagnaðar að aftan
-Stuðari brotinn lítillega að framanverðu
-Útihitamæli vantar
-Stafir í mælaborði eru ógreinilegir
Fyrir utan ofantöld atriði er bíllinn mjög þéttur og góður. Fyrir lítinn pening getur þessi bíll orðið vikilega eigulegur. Ég lét skipta um drifskapt og drifskaptsupphengju fyrir c.a mánuði. Ég er að fara í skóla í haust og á ekki efni á að reka hann á meðan en ef hann selst ekki núna á næstunni þá geri ég hann smá saman góðan í sumar og sel hann þá á hærra verði í haust. Ég fékk tilboð í viðgerðina á stuðaranum hjá plastviðgerðum grétars í kópavogi uppá 15 þús og svo þarf að sprauta hann. Knastásskynjararnir kosta að mér skilst um 40-50 þús hjá umboði. Svo skilst mer að duft.is geti gert felgurnar eins og nýjar fyrir c.a 40 þús. Þá eru menn komnir með vikrilega flottann M5 í hendurnar.
Eftir að ég núllaði eyðslumælinn er hann búinn að vera að eyða hjá mér innanbæjar c.a 15-16 l/100 (eðalbílar segja að eyðslan minnki eftir að skipt hefur verið um knastásskynjara). Ég keyrði á bifröst á honum og til baka til Reykjavíkur, hann var að eyða 11 l/100 hjá mér.
Á bílnum getur fylgt lán frá lýsingu kr.425 þús afb.75 þús, stutt lán c.a 6 mánuðir eftir og lækkar höfuðstóllinn eftir hverja afborgun, erfitt að fá svona lán í dag.
Bíllinn fæst eins og hann er á 1.550 þús kr stgr! (óumsemjanlegt) Svona bílar í 100% lagi eru að fara talsvert yfir 2 milljónirÉg er til í að skoða skipti en þá er verðið 1.990 þús
Fyrir áhugasama er síminn hjá mér 8475150 eða email
haraldurrafn@gmail.comÉg vinn mikið á nóttunni og best er að ná í mig seinnipartinn eða á kvöldin og að sjálfsögðu hérna inná kraftinum.
Myndir af bílnum:

Uploaded with
ImageShack.us
Uploaded with
ImageShack.us
Uploaded with
ImageShack.us
Uploaded with
ImageShack.us