fart wrote:
Eru þetta ekki felgur undan E34, standa þær ekki of utarlega?
Þær standa næstum cm út fyrir brettakantana að aftanverðu (235 að aftan og 225 að framan) en smellpassa að framan..
Skrítna við það allt saman að það er ekki rispu að finna á brettaköntunum eftir steina og drullukast!
Enda er ekki hægt að keyra bílinn mikið á 17" low profile dekkjum út á landsbyggðarmölinni! Einungis rúntfelgur.. Þessvegna eru líka 3 dekkja og felgugangar!
Fyrri eiganda bílsins fannst þetta algjört möst að sjá dekkinn standa eilítið út frá honum að aftan að ég tali nú ekki um á þetta breiðum dekkjum! Varla þarf að taka fram að engir drullusokkar eru á honum að aftan..

Töff!
Hann er anskoti flottur svona en sjálfur verð ég að viðurkenna að ég hefði tekið þetta á 225 allan hringinn bara af ótta við það að hann fari að ausa upp á sig en eins og áður sagði, það hefur ekki gerst ennþá..
Ég skal taka mynd af honum innan í og aftan frá séð á morgun og smella inn á síðuna en hann er þessa stundina ekki á stóru felgunum heldur bara á 15" loftbólugangnum en á orginal BMW koppum.. (sem fylgja btw.)
Enn eitt enn já! Ég er að fara með bílinn suður á föstudaginn í tékk og ætla að fá nýjann lista í stað þess nuddaða í B&L en ber að taka það fram að verðið stendur samt í stað! Ef e-r hefur áhuga á að skoða bílinn yfir helgina til og með laugardag, endilega hafið samband
spartakus@simnet.is
Eða bara í EP