Astijons wrote:
smá offtopic...
Við erum oft að vinna fyrir kínverska sendiráðið (að pípa)
og þau hringdu í okkur því nýja þvottavélinn skoppaði bara utum allt og þreif ekkert...
svo kom ég á staðinn og þau voru búin að takka alla þvottavélina í sundur kominn steypuklumbur út og eitthvað shit. haha
og ég þurfti að byrja að setja þvottavélina saman
og svo þurfti ég að taka skrúfurnar sem halda tromplunni í flutningum...
æjj vá ömurleg saga en ég tími ekki að deleta henni svo ég sendi hana...
Það er því miður algengt að menn gleymi því að taka flutningaskrúfurnar úr áður en þvottavél er sett í gang í fyrsta skipti
Þó ekki eins algengt og að menn gleymi að setja brjóstahaldara í þar til gerða poka svo að spöngin "fari ekki á flakk"

Annars finnst mér alltaf fyndið svarið sem gaurarnir á þvottavélaverkstæði Heimilistækja hf. (sáluga) gáfu í samtali við kvenkyns þáttastjórnanda á Rás 2 á sínum tíma, en spurningin var hvað myndi gerast þegar svona spöng af brjóstahaldara færi í þvottavélina?
Svarið var
"það sem gerist er að það sígur niður öðru megin" 