Til að bæta við og útskýra málið með MAF og Innspýttingar.
Ef maður tekur inn meira loft í gegnum MAF. Þá verður bílinn ekki lean , þ.e mixtúran hefur minna bensín enn áður.
Þetta er af því að MAF mælir raunverulega loftið sem fer inn. Og það er breytilegt eftir gjöf (augljóslega)
Og töflurnar í vélinni enda ekki á toppnum á vélinni sem MAFið var sett á. Þannig að meira loftflæði einfaldlega er mælt og tölvan hendir með meira bensíni.
Hérna sést hvernig einhver vél gat áður náð mest cirka 330kg/klst af lofti og MAF mælir það cirka 3.5v
Svo er vélinni breytt og þá skiptir engu hvað það er sem er breytt við hana, stærð, ásar, supercharger, turbo eða hvað sem er, þá getur hún flætt 350kg/klst og mælir tölvan það sem 3.7v cirka.

Það er ekki fyrr enn að MAF er kominn í einhver ákveðin volt að tölvan getur ekki fylgst lengur með loftflæðinu og
þá opnast spíssarnir ekkert frekar og það verður þá lean þegar vélin flæðir fyrir ofan það.
Málið er að MAF kerfi eru hönnuð þannig að tölvan veit stærðinna á
Spíssum, MAF. Það er eina sem henni vantar til að gefa rétt bensín þegar hún fylgist með snúningunum.
Ég veit að það hljómar voða ótrúlega að maður getur t.d sett M50 non vanos tölvu á M20 vél.
Eina sem þarf að breyta er að færa knastásaskynjarann svo að tímasetningin á kveikjunni er rétt.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
