Hmm já.. mér finnst þetta vera nú komið út í smá óþarfa skriftir!
Mér persónulega finnst ekkert sniðugt að keyra á öðru hundraðinu að staðaldri, en finnst eiginlega ennþá ósniðugra að vera að monta mig af því þegar ég er að brjóta lögin.
Fannst þetta byrja ágætlega, en sé komið út á svolítið hála braut. Ég er hálfpartinn farinn að sjá eftir því að hafa skrifað inn á þennan link varðandi hvað ég hef farið hratt á Íslandi.
Það að keyra hátt í 200, hvað þá meira er ekki sniðugt á Íslandi að mínu mati. Ég skil þegar menn eru að prufa bílana sína til að sjá hvernig þetta virkar og til að hafa gert þetta. En það er ekkert sniðugt að vera með morð á samviskuni, eða drepa sjálfan sig bara út af fíflagangi
Einnig finnst mér það persónulega svolítið ósmekklegt að vera að segja að það mætti fækka löggunum á þann hátt, þó svo að það sé örugglega í gríni
Ég segi fyrir mitt leyti að ekki vildi ég fækka löggunum. Nógu er nú umferðarmenningin á Íslandi slæm og lítið eftirlit með umferðinni eins og er.
Ég keyri ekki eins og engill, en hef ekki orðið var við að lögreglan sé eitthvað að hefta mann í akstri innan skynsamlegra marka. Ég hef verið stöðvaður fyrir að spóla, hafði bara gaman af því. Hef verið stöðvaður fyrir að fara yfir á rauðu og sektaður, þó svo að það hafi verið skæææærgult (ég er ekki eins og íslendingar eru orðnir almennt, farandi yfir á rauð-rauðgulu).
En þó svo að það finnist löggur sem sekta mann að ósekju eins og þá, þá bara verður maður að bíta í það súra. það finnast alltaf skemmd epli inn á milli, en á heildina held ég að löggan sé nú réttlát og ekki til að vera að kvarta yfir.
Ég tek fram aftur að það finnast verulega skemmt epli í körfunni og maður hefur heyrt mjög misjafnar sögur af löggum sem fá útrás með að sýna vald sitt að ósekju. En ég veit að það eru fleiri löggur sem eru ekki þannig.
Jæja, þetta varð alltof langt. Ég ætlaði ekki að pústa svona miklu út!
Sæmi spaki