Geysir wrote:
Er ekki eitthversstaðar á með heitri uppsprettu, þannig að fólk gat setið í heitri ánni? Rétt undir smá fossi.
Minnir endilega eins og það hafi komið í eitthverjum þætti í sjónvarpinu.
Eða er maður bara búinn að taka of mikið af pillum?

Heiti lækurinn er í Reykjadal 5 km labb frá Hveragerði og c.a 1 km labb ef maður keyrir að Ölkelduháls frá þjóðveginum.
(síðasta beygja til vinsti áður en meður kemur að kömbunum) en sú akstursleið er aðeins fær jeppum og jepplingum.
Maður hefur margoft farið þarna og er þetta svakalegt umhverfi.. Sérstaklega spees að koma þarna á vélsleða um vetur og skella sér í lækinn



Fólk fer ofaní fyrir neðan þar sem heiti lækurinn og kaldi lækurinn semeinast

farið er þessa leið sem sýnd er á kortinu og bílnum lagt þar sem rauður kross er á kortinu. Þaðan er augljós gönguslóði að læknum sjálfum.
