Ég er búinn að vera atvinnulaus síðan Des 2008, Var allt seinasta ár á bótum nema í eitthvern 2 og hálfan mánuð yfir sumartíman, mér bauðst vinna sem hefði varið í lengri tíma eða frá maí til sept ca, og launin voru sko eitthver 130-140kall... og þá átti eftir að draga skattinn,stéttarfélagsgjöld,og annað sem er þarna sem ég man ekki alveg nákvæmlega hvað er, þá erum við að tala um að útborguð laun hefðu verið 90-100.000kr

fyrir 100% vaktarvinnu,og næturvaktir inní því í þokkabót

þetta er bara steypa! Hvernig á maður að geta lifað á svoleiðis launum í mánuð??? Væri kannski hægt ef að ég væri ennþá í foreldrarhúsum

En ég er allavega kominn með vinnu í sumar og er nokkuð sure að ég fái áfram í vetur síðan svo að ég mjög feginn því. Bæturnar minnka nefnilega eftir því sem þú ert lengur á bótum og er ég búinn að vera að fá 120þús á mánuði frá því eftir áramótinn, og við erum að borga í leigu 105þús á mánuði

Edit: Það sem ég er að sína með þessum pósti er að ég hefði getað verið að vinna ef ég hefði sætt mig við MINNA EN LÁGMARKSLAUN,,,, í greiðslur á mánuði.