bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 08. May 2025 19:37

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 19. Apr 2010 04:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
Þrátt fyrir að ég stefni nú ekki á nám í jarðvísindum, hafi ekki hundsvit á þeim,og sé í raunini alls ekki maður til að fara skrifa um eldfjöll eða gos yfirhöfuð, þá datt mér í hug að setja saman smá klausu.

Mér hefur nú alltaf fundist eldgos frekar heillandi, afar mikil og ógnandi öfl þarna á ferðini. Og í ljósi atburða síðasta mánaðar sem hefur veitt okkur kærkomna hvíld frá dragsúrum icesave umræðum, er ekki leiðinlegt að kíkja aðeins á söguna, en við jú búum á afar virku svæði með nokkrar risa eldstöðvar, og á sögulegum tímum hafa orðið nokkur risa eldgos.
Og var planið að henda inn smá info um stæðstu gosin og eldstöðvarnar sem þau urðu í.

1. Katla
katla er eflaust eitthvað umtalaðasta eldfjallið á skerinu, eftir fréttir síðustu daga erum við eflaust flestir orðnir algjörir expertar um kötlu eins og flestir landsmenn um þau hæp sem eru í gangi á hverjum tíma.
katla virðist fyrst hafa gosið eftir landnám árið 920, engar heimildir eru til um þetta gos, en menn hafa fundið gjóskulag sem bendir til um gosið,

934 hefst hinsvegar gos í kötlu, og myndast risa gosspunga utan jökulsins, sem nær nánast upp að vatnajökli og nefnist eldgjá, en eldgjá er talin tengjast kötlu.
Þetta Risa gos er talið hafa staðið í nokkur ár, og er stæðsta og mesta gos í sögu íslands síðan landið bygðist, 800 ferkílómetrar af hrauni runnu og fylgdu þessu risahlaup og flr skemmtilegheit. þetta gos var það stórt að talið er að veðurfarsbreytingar hafi fylgt í kjölfarið um allan heim, og m.a frosið stöðuvötn þar sem í dag er írak. mýrdalssandur er talin hafa myndast í þessum hamförum.

Katla hefur svo gosið mjög reglulega í gegnum aldirnar, svo reglulega að oft er sagt "2svar á öld" þótt það standist nú kannski ekki alltaf, eftir eldgjáargosið virðist eldvirknin hafa breyst í kötlu og gos á kaliperi við eldgjá orðið sjaldgæfari en fyrir, en slíkt gos hefur ekki enn komið aftur,

afar stór gos hafa þó komið þótt þau séu af "annari tegund" m.a 1721 og 1755, gosið 1721 var afar stórt gjóskugos, en 1755 var mun stærra og talið fjórða stæðsta gjóskugos á sögulegum tímum á íslandi,

katla gaus svo að vanda tvisvar á öldini eftir (18xx) í bæði skiptin frekar littlum gosum, og gaus svo næst árið 1918, að mér skylst ekki stóru gosi á mælikvarða kötu,
en núna er komið árið 2010, og hún er ekki ennþá farin af stað, og því ekki skrítið að það sé orðioð umtalað að hún hljóti að fara -að fara af stað, talið er að lítið gos hafi jafnvel orðið í henni 1955. en þá kom hlaup, en aldrei sást gos.

hliðina á kötlu öskjuni(milli kötlu og eyjafjallajökuls) er svo eldstöð sem kallast goðabunga, eftir því sem mér skylst eru menn ekki búnir að koma sér saman um hvort þar er á ferðini sjálfstæð lítil megineldstöð eða hvort hún er hluti af kötlu, menn óttast víst í dag að kvika úr eyjafjallajökli blandist súrum gúl sem hefur safnast undir goðabungu, og ef svo skeður eigum við víst von á skelfilegu sprengigosi sem gæti orðið afar erfitt að segja til um, en s.k heimildum sem ég er að glúgga í meðan ég skrifa þá getur þetta gert í raunini á einhverjum mínótum.

eftir því sem ég les, þá skylst mér að kötlugos sem koma í kjölfar gosa í eyjafjallajökli séu yfirleitt talin lítil.
Image



2. öræfajökull (vatnajökul)
öræfajökull skartar hæðsta tindi landsins hvannadalshnjúk, og reyndar flr tindum í kringum gos öskjuna sem eru alir með þeim hæðstu á landinu (hvannadalshnjúkur er einn af þeim)

öræfa jökull er talin deyjandi eldstöð, og hefur bara gosið 2 svar á sögulegum tímum, 1362 og 1727, og hafði hann sofið í ein 900 ár áður en fyrra gosið varð.

gosið 1362 var hinsvegar þvílíkt hamfaragos, mannskæðasta gos í sögu bygðar á íslandi og 3ja stæðsta gos á sögulegum tímum, heilu héröðin lögðust af og var áður blómleg bygð nefnt öræfi eftir þessar hamfarir, og bera þau nöfn enn
gosið var öfgakennt sprengigos og s.k einhverjum heimildum sem ég las rigndi björgum og ísjökum í nágrenni elgosins, flóð skullu niður hlíðar fjallsins og hreinsuðu mannabygðir fólk og dýr með sér á svipstundu, þetta gos er talið með stærri gjóskugosum á jörðini síðustu árþúsundin.

gosið 1727 var víst mun minna, en fjallið mun víst engu síður hafa látið mjög illa

við þurfum nú víst ekki að óttast þessa eldstöð mikið þrátt fyrir þetta :)
Image


3 grímsvötn (vatnajökull)

grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins, og á meðan önnur virkustu fjöll landsins hafa gosið 17-20 sinnum (hekla -katla) er talið að grímsvötn hafi gosið 100 sinnum.

við munum eflaust flestir eftir gosinu 1996, þar sem ég man eftir miklu húllumhæ í sjónvarpinu á jöklinu eftir að gosinu lauk, fylgdi þessu töluvert hlaup, grímsvötn gusu einnig árið 2004, og virðist meira og minna hafa spúð eðju og brennistein með smá pásum á milli síðan land bygðist.

1783 hófst eldgos í grímsvötnum fjarri mannabygðum uppá jökli, seinna sama ár fer að bera á miklum jarðskjálftum í skaftártungu, og seinna um sumarið verða menn varir við skjálfta frá mýrdal upp í öræfi, 8 júní hefst svo mikið eldgos í lakagígum sem ágerist svo og úr varð eitthvað skelfilegasta eldgos í sögu íslendinga, sem venjulega kallast móðuharðindin og skaftáreldar, þetta var nærst stæðsta gos á sögulegum tímum á eftir eldgjá, en afleiðingar gosins voru eflaudt þær skelfilegustu í sögu landans, meira og minna allt búfé drapst, 10þúsund manns létust úr hungri og veikindum á meðan á þessu stóð og árunum á eftir.
uppskerubrestir og hungurnsneið skóku alla evrópu útaf þessu. vegna breytinga á veðurfari, öskufalls og uppskerubrests

þess má kannski geta að þessu gosi fylgdi m.a sýruregn..

lakagígar eru utan jökulsins, en tengjast eldstöðini grímsvötnum,

s.k því sem ég las á bloggi eins eldfjallafræðingsins þá hefur mælst töluverð skjálftavirkni í grímsvötnum að undanförnu, og kom m.a skjáftahrina á meðan gösunum í eyjafjallajökli stóðu yfir.
Image

4 bárðabunga

barðabunga ku víst vera mjög "hættuleg" eldstöð, en eins og reyndar grímsvötn þá er hún staðsett uppá vatnajökli, og því eru oft engar heimildir um gos í henni, þó það hafi verið komist af því seinna að um gos hafi verið að ræða,
bárðabunga státar þó af nokkrum stórgosum, og m.a 1477 var stórt gos sem leiddi svo til veiðivatnagosins árið 1480,
einnig var risa gosi nýlokið í bárðabungu þegar fyrstu landnemarnir komu hingað (vatnaöldur) sem eru reyndar dáldið frá bárðabungu en teljast til hennar.

bárðabunga er ein af þeim eldstöðum sem virðist vera komin á tíma, og er mikil skjálftavirkni búin að mælast þar núna síðan um 1990, og telja margir að bárðabunga eða grímsvötn verði jafnvel næstu gos ef katla fer ekki af stað á undan,
að mér skylst, er gos í bárðabungu ekki endilega eitthvað sem við viljum..
Image

5 hekla

hekla er af mörgum talið ógnvænlegast eldfjall landsins, þetta er á þeim mælikvarða afar ungt fjall, talið vera um 7þúsund ára gamalt og ekki hafa tekið á sig endanlega mynd, á heklu er um 40km langt gosbelti, og gýs einnig mjög oft utan við fjallið sjálft,
þegar maðurinn kom fyrst á land var hekla þögul, og var það reyndar alveg til 1104 en þá kom risa hamfaragos úr henni, og varð hún mjög fræg fyrir um alla evrópu og töldu menn að þetta fjall væri inngangur helvítis.

lengst af á sögulegum tímum hefur hekla svo gosið nokkuð myndarlegu gosi sirka einu sinni á hverri öld, og þegar hún gaus stóru gosi árið 1947 töldu menn sig vera búna að fá staðfestingu fyrir að hún gysi á 100ára fresti.
En þá snarbreytti hún hegðunarmunstrinu, og gaus nánast einu sinni á áratug það sem eftir var aldar, og er í dag af því talið er, kominn á tíma, þar mælast bæði skjálftar sem og að fjallið hefur risið ansi mikið, og mælist í því töluvert meira ris í dag, heldur en dyrir síðasta gos sem var árið 2000.

eftir að skjálftavirknin jókst svona virðast gosin hinsvegarvera mun minni og valda mini skaða, það sjást hinsvegar ummerki um einhevr stæðstu eldsumbrot í sögu landsins í heklu fyrir þann tíma sem menn námu land, en talið er hún gjósi svona stórgosum eftir langt goshlé, þannig að það er ekki líklegt að við sjáum stórgos í henni á okkar ævi.

En það er svo annað mál að hekla er afar óútreiknaleg, og hefur skipt á milli gostegunda, og tími á milli gosa breyst fram og til baka.

hættan við heklu hefur eflaust líka mikið með staðsetningu hennar að gera.
Image

í lokin langar mig að minnast á eldstöð sem var lengst af á sögulegum tímum nokkuð virk, en það er reykjanesskaginn, þarna hefur gosið undir sjó margoft og til margar heimildir um það, en m.a við bil á milli gosa fram að síðasta gosi, og tímann sem hefur liðið frá síðasta gosi eru menn farnir að telja að þessi eldstöð sé kominn alveg vel á tíma,

sem er mjög scary, þar sem þetta er mjög nálægt höfuðborgarsvæðinu, og bygð komið miklu nær þessu heldur en síðast þegar gaus (18xx)

ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra, en vonast til að þetta vekji áhuga hjá einhevrjum og komi smá umræðum í gang, margar eldstöðvar eftir til að skrifa um, m.a krafla og askja, en askja er mögnuð eldstöð.


kv, ívar

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 19. Apr 2010 05:39 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 09. May 2007 20:41
Posts: 1332
íbbi_ wrote:
ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra, en vonast til að þetta vekji áhuga hjá einhevrjum og komi smá umræðum í gang, margar eldstöðvar eftir til að skrifa um, m.a krafla og askja, en askja er mögnuð eldstöð.


kv, ívar


Við bíðum þá bara eftir 2. Hluta annað kvöld :)
En þetta eru skemmtileg skrif enda mjög spennandi allt í kringum þetta

_________________
00' E38 750i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 19. Apr 2010 09:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
væri nú betra að fá einhvern fróðari en mig. en sjáum hverjar mótökurnar verða

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 19. Apr 2010 10:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
1)Fyrir 8000 árum kom hraungos af veiðivatnasvæðinu,, en þetta er hraunið sem liggur milli þjórsá og Ölfusá,, og kemur upp undann nýrri hraunum sem hafa runnið ofaná,, upp í Landsveit lengdin er allavega 130 km,, en upphafleg gosstöð er ekki alveg vitað um,,
Þetta hraun er mesta hraun eftir ísöld sem er til á jörðinni og er talið mesta hraungos allra tíma sem menn vita um og geta vitnað í,,





2) Gosið úr Lakagígum er mesta hraungos á sögulegum tímum


3) fyrir 3000-4000 árum er KATLA gaus kom hlaup fram innan úr Þórsmörk,, við Einhyrning ,,ef menn eru eitthvað kunnugir staðháttum,, og var flóðbylgjan um 40 metra há,, að meðaltali í 2 tíma ,,þar sem flóðið braust fram(( 300.000 M3 @ sekúndu ))..

við Múlakot var flóðbylgjan 14 metra há,, fjalla á milli,,

við Markarfljóts-brúnna er hún 5 metra há ,, í 2 tíma ,,

og við sjávarmál er hún 2 metra há og nær frá Þykkvabæ og austur fyrir Eyjafjöll ,, einnig í 2 tíma :shock: :shock: :shock: :shock: :shock: :shock: :shock:

Að mati margra náttúru-fræðinga er þetta talið einhverjar mestu Náttúruhamfarir allra tíma,, í jarðsögunni..


4) 1918 þegar KATLA gaus ,, kom floð fram við Hjörleifshöfða,, sjómenn frá Vestmannaeyjum voru á veiðum þar nokkrum dögum áður,, þegar þeir komu næst,, var þurrlendi 4 km frá landi og dýpið hafði verið 35 m
Þetta er talið af náttúrufræðingum mestu hamfarir á Jörðinni á 20. öldinni
:shock: :shock: :shock:


Jæja.. það er ýmislegt krassandi til í Íslands-sögunni..
þannig að menn ættu að bera ómælda virðingu fyrir þeim öflum sem eru til í iðrum jarðar 8) 8)

ath,, ekki er tekið tillit til loftsteina þar sem þeir eru utanaðkomandi aðskotahlutir,, þótt stórir séu

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Last edited by Alpina on Mon 19. Apr 2010 16:55, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 19. Apr 2010 10:55 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 16. Jun 2009 01:59
Posts: 495
mjög flott grein!


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 19. Apr 2010 15:56 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Mar 2008 20:27
Posts: 70
Góð grein!
Scary hvað það eru ótrúlega margar eldstöðvar sem eru "komnar á tíma" núna og miðað við að það virðist bara koma órói annarsstaðar þegar eldstöðvarnar núna hafa hætt að gjósa þá mun þetta aldrei taka enda ef þær ætla allar að fara að klára sig af núna :shock:

_________________
    Bmw X5 // Bmw e36 316 - touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 20. Apr 2010 15:31 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 14. Sep 2005 13:17
Posts: 357
Location: Ísland
Skemmtilegur lestur

Hér er svo skali á stærð eldgosanna.
Mér hefur verið tjáð að gosið sem stendur yfir núna sé svona á tveimur ca.

http://en.wikipedia.org/wiki/Volcanic_Explosivity_Index

_________________
Ketill Gauti Árnaon
e34 525ix touring '92 seldur
e36 316i '96 seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 45 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group