Jæja, ætla að henda inn nokrum upplýsingum um það sem ég er búinn að vera að gera fyrir þennan að undanförnu,
Í maí fékk ég loksins sendinguna frá Pelicanparts, svo að núna er búið að skipta um ventlalokspakningar, súrefnisskynjara, ABS skynjara, útihitamælinn og öll kerti.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Um daginn tók ég mig til og pantaði þó nokkuð stóra sendingu af aukahlutum á hann til að hugsa aðeins um útlitið,
Glær stefnuljós á frambrettin.

Matt-svört nýru.

Rauð/glær afturljós.

Angel-eyes framljós.

M5-framstuðara og þokuljósin á hann.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Skipti um nýrun, afturljósin og framljósin í dag.



Svo verður stuðarinn settur fljótlega í sprautun, er ekki viss hvort ég hafi hann undir í vetur en þetta kemur allt í ljós.
Einnig á ég von á nýjum felgum fljótlega.