það væri alveghreint hrikalegt að missa úr svona, ef það eru fleirri lið föst vegna þessa, er þá biðið með keppni, eða er haldið áfram og liðin sem ekki komust missa stig ?
enn fréttir herma að hann sé strandaglópur ásamt liði sínu í Englandi, enn nú eins og flestir vita er allt flug bannað frá englandi
http://www.mbl.is/mm/sport/formula/2010 ... a_gososku/
Kristján Einar fastur í London vegna gosöskuÓvíst er hvort Kristján Einar Kristjánsson geti tekið þátt í fyrsta vertíðarmóti hinnar opnu evrópsku formúlu-3 á Spáni um helgina þar sem hann er nú strandaglópur í London.
Allt flug til og frá Bretlandi liggur niðri vegna gosösku í háloftunum sem dreifst hefur út frá frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli.
Kristján Einar klár til keppni í Monza í fyrra.
Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli er keppnislið enska West Tec-liðsins fast í Englandi og óvíst hvort Kristján Einar og félagar hans komist í tæka tíð til keppni í Valencia á Spáni.
Ríkissjónvarpið ráðgerir að sýna frá mótinu og væri leitt ef Kristján Einar kæmist ekki á vettvang. Hann keppti með West Tec í mótaröðinni í fyrra og verður aðal ökumaður liðsins í ár. Lið hans hefur unnið titilinn í mótaröðinni þrisvar á síðustu fjórum árum.