jæja þá er kominn tími til að ég moki inn upplýsingum um þetta project mitt,en ég hef sem sagt verið að breyta 750 bmw með bilaðri vél og setja í hann 350 chevrolet 4bolta með 400-turbo skiptingu.Bílinn er nánast tilbúinn en ég byrjaði á honum af alvöru í byrjun novembers og kláraði svona 80% um áramótin en síðan tók peningaleysi við og nú er það að komast á skrið aftur og ég er nýbúinn að fá hann frá pústverkstæði og er hann hljóðlátari en dáið lamb.þó að þegar þú botnar hann þá heyrist alveg að þetta er ekki v8 bmw vél.Nú í bílnum eru alpine græjur með 2/1000W keilum í sérsmíðuðu boxi afturí skotti og magnararnir skrúfaðir á plötu þar fyrir aftan,það þurfti að skipta út öllu hljóðkerfinu í bílnum til að þetta myndi virka og það heyrist alveg smá í þessu

.
Í bílnum eru líka E-38 sportsæti með leðri og rafmagni og virka flott.síðan setti ég E-38 síma í hann (sem virkar meðal annars flott)og til að fá armpúðann en þetta lúkkar allt mjög orginal og enginn fúsk fílingur í þessu.
Nú bílinn er ökufær og það sem hindrar að hann fái skoðun í dag eru dekkin og ég á eftir að setja á hann hoodscoop en ég ætla sérpanta dodge charger hood scoop á bílinn og láta sprauta það með þannig að þetta verði eins fallegt og á verður kosið þó að hood scoop á þennan bíl sé ekki eitthvað sem ég hafði á óskalistanum í byrjun,samt situr vélin í þessum bíl töluvert lægra en í E-38 bílnum áður enda vantar bara örlítið að maður hefði getað sleppt húdd skúpinu en þetta verður að vera svona útaf stýrisganginum það er nákvæmlega 0.7mm eða 0.9mm frá lægsta punkti á pönnu í stýrisganginn og vélin færi ekkert neðar en það nema skemma stýrisganginn eða pönnuna.
Þegar svissað er á kemur ekkert nema "bremsbelage" sem er að ég held bremsuklossa viðvörun eitthver en ég var mjög lengi að finna út úr öllum villuskilaboðunum sem komu í kjölfar þess að vélin var farin að heiman,en í dag er þetta allt horfið og það sést varla að það sé önnur vél í bílnum,nema þá að ég er með 3 mæla fyrir framan skiptingar PRND dótið þar sem má sjá hita,olíuþrýsting,og hleðslu og huddskúppið, en í mælaborðinu virkar hitamælirinn,hraðamælirinn,bensínmælirinn,onboard computer og öll viðvörurnar ljós s.s hleðsluljós,og bremsukerfi (ANGELICO já ABS-ið er í topp standi í þessum bíl) og AIRBAG það kemur ljós í mælaborðið og fer síðan eftir augnablik og virkar flott,allavega ABS-ið,þannig þessi bíll er kannski aðeins vandaðari en hinn og töluvert skemmtilegri að mínu mati.En Axel jóhann ætlar að henda myndum inn af þessu þar sem ég er ekkert voðalega tæknivæddur einstaklingur en þær koma vonandi fljótlega.
Kv.Einar