Þannig hljómar vandamálið mitt
Ég er með BMW 750i '93 sem er 12 cyl eins og allir vita (vona ég). Þegar vélin er sett í gang þá gengur hún fínt bæði á lausagangi og á snúningi en bíllinn er grútmáttlaus. Vélin virðist bara ganga á einum helmingi því ef hásspennukeflið er tekið af(í gangi) á hægri helmingi þá breytist ekkert en ef hinn háspennuþráðurinn er tekinn af (og hinn hafður á) þá steindrepst á mótorinum. Einnig sogar hún svakalega lítið á hægri helmingi miðað við hinn???
Ég er búinn að rífa kveikjuna í sundur (kveikjulokið var reyndar sótað og ógeðslegt) og ég veit að vélin fær fína neista (reyndi á það með sársaukafulla þættinum) og ég er búinn að þjöppumæla vélina og útkoman varð fín. Ég er reyndar ekki búinn að fara með hann í tölvu hjá B&L. Mér var sagt af "reyndum manni" að líklegasta ástæðan væri að kveikjan væri ekki að flýta sér, eða að eitthvað væri bilað í eldsneytiskerfinu eða eitthverjir sensorar væri ónýtir.????
Þætti vænt um allar tillögur hjá ykkur
