Ja hérna ... þetta er nú orðið meiri leiðindaruglið þessi þráður. Eiga ekki öll dýrin í skóginum að vera vinir

Burtséð frá öllu sem hefur verið sagt hér þá er þetta ekki slæmur árangur sem þú hefur náð í íþróttum og það er enginn að efast það, alltaf aðdáunarvert þegar menn eru fremstir meðal jafningja á einhverju sviði. En það er óþarfi að monta sig á því og rakka aðra niður bara af því að þeir hafa ekki áhuga né metnað á því að ná árangri á því sviði sem vekur áhuga hjá þér. Það gerir þá ekki verri menn, þeirra áhugi liggur annarsstaðar og ég efast það ekki að það geti ansi margir hér jarðað þig í einhvejru öðru en líkamsrækt eða slagsmálum, t.d skák hehe.
Ef þú ert frábær í raun þá sé ég enga ástæðu fyrir því að vera að veifa því framan í alla hér, nema að þú virkilega efist það sjálfur og sért mjög óörruggur með þig.
En hótanir um að jarða fólk og berja eru ólöglegar og eru lögreglumál og það er bara staðreynd. Er ekki bara spurning um að slá þessu bara upp í grín og hætta að taka þessu öllu svona alvarlega, margir hér inni eru eflaust fjölskyldu menn sem kæra sig ekki um að vera hótað. Þetta er eiginlega gengið of langt.
Peace!