Steini B wrote:
Ég bara skil ekki þessa heimsku að fara þarna upp á jökul labbandi, vitandi það að Katla geti gosið hvenær sem er

Mér nægir bara að sjá þessar myndir, ásamt því að ég sé bjarmann mjög vel héðan
Ég væri mikið frekar til í að fara upp á Heklu, þar sem það er vitað að það er lítil hætta...
Fór gangandi að eldstöðvunum frá Skógum í gær, leiðin leynir á sér, hún er löng og tiltölulega einsleit, lagði af stað um 15:30, var kominn upp eftir um áttaleytið og niður um 23:30, magnað að sjá allt í ljósaskiptunum. Ekki skemmdi að sólin lagði rauðan kvöldröða yfir og með eldgosið í forgrunni þá var þetta án alls vafa það magnaðasta sem ég hef séð.
Margir voru að lenda í basli með hnén á sér á leiðinni niður, þetta er jú mjög löng dagleið.
Það var hvöss norðan átt í andlitið alla leiðina upp, síðan lenti maður stundum í að fá gjall í augun þegar nær dró eldstöðvunum(frá Baldvinsskála og upp úr).
Skildi nú ekki alveg suma flugmennina þarna, einn gaur þarna sem var að leika sér að fljúga milli gýgsins og hólsins sem flestallar myndirnar eru teknar frá, hann var langt fyrir neðan mann. Var hreinlega í loftnetunum á bílunum. Síðan voru fjórar þyrlur flögrandi þarna, svarta, landhelgisg, önnur sambærileg svörtu síðan svona útsýniskúla með spöðum. Það kostar 43 þús að fara í útsýnisflug á manninn frá Skógum.. Fisflugvélin sem rak stélið niður var hreinlega rifinn í spað þarna uppi og sett á pallbíl..
Það er margfalt flottara að horfa á gosið að kvöldi til!